Erlent

Allir níu voru skotnir til bana -myndband

Óli Tynes skrifar
Árásin.
Árásin.

Mennirnir níu sem féllu þegar ísraelskir hermenn réðust um borð í hjálparskipið til Gaza voru allir skotnir til bana.

Tyrkneskir réttarlæknar hafa skýrt frá þessu en líkin voru flutt flugleiðis til Tyrklands í gær. Mennirnir voru allir tyrkneskir en einn var með bandarískan ríkisborgararétt.

Ísraelar segja að tveir af hermönnum þeirra hafi særst af byssuskotum.

Einn hafi verið stunginn með hnífi og nokkrir hafi verið með alvarlega áverka eftir að hafa verið barðir með málmstöngum og öðrum bareflum.

Á myndbandi frá ísraelska sjóhernum má sjá hvar skipverjar ráðast á ísraelsku hermennina og berja þá.

Engar myndir hafa hinsvegar verið gerðar birtar af því hvað gerðist eftir að Ísraelarnir gripu til vopna og byrjuðu að skjóta.

Myndbandið má sjá hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×