Lífið

Glamúrpía sem elskar fornleifafræði og vill sigla um heiminn

Jessica Biel er á forsíðu nýjasta Glamour.
Jessica Biel er á forsíðu nýjasta Glamour.
Bandarísku leikkonuna Jessicu Biel dreymir um að búa í bát. Biel, sem er um þessar mundir kærasta hjartaknúsarans Justin Timberlake, er mikil áhugamanneskja um fornleifafræði og segist hafa sterka löngun til þess að sigla um heiminn og skoða gamlar rústir og fornar byggingar eins og píramídana.

„Þegar ég var lítil langaði mig alltaf til þess að vera eins og Indiana Jones, að grafa upp einhverjar fornminjar eða gömul bein," sagði Biel í viðtali við tímaritið Glamour en hún prýðir forsíðu júlíheftis þess. Leikkonuna ber næst fyrir augu áhorfenda í hasarmyndinni A-Team. Hér má sjá sýnishorn úr henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.