Kórar kallast á 3. júní 2010 07:00 Tónlist Virtur kórstjóri af íslensku ættum, Stan Engebretson, kominn norður í sól og öskufall en brosir við björtum degi. Kór National Philharmonic frá Washington DC sækir heim íslenska kórinn Vox Academica þessa dagana og er stefnt á kóramót sveitanna tveggja í Langholtskirkju á laugardag kl 15. Á efniskránni er margt af því besta sem bandarísk kórmenning hefur upp á að bjóða. Þar eru fyrirferðarmest klassísk, bandarísk kórverk 20. aldar sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Á tónleikunum verða fluttir margir gullmolar, svo sem hið fræga Agnus Dei eftir Samuel Barber sem ávallt er flutt þegar þjóðarsorg ríkir í Bandaríkjunum. Þá eru þarna verk eins og til að mynda Alleluia eftir Randall Thompson, Magnificat eftir Michael Lauridsen. Rúsínan í pylsuendanum er svo hið fræga verk Bernsteins, Chichester Psalms fyrir kór og orgel, hörpu og slagverk. Verkið samdi Bernstein upp úr skissum og hugmyndabrotum sínum að West Side Story söngleiknum. Til þess að skilja íslensk tónskáld ekki alveg útundan verður flutt hin undurfagra Ave Maria eftir Hjálmar H. Ragnarsson.Stjórnendur á tónleikunum verða Stan Engebretson og Hákon Leifsson National Philharmonic kórinn heimsækir Ísland nú í fyrsta sinni. Kórinn er að jafnaði 170 manna kór sem starfar með 100 manna hljómsveit sem hefur aðsetur sitt í Music Center í Strathmore, Wasington D.C og er öflugasti flytjandi klassískrar tónlistar á þeim slóðum. Aðeins 25 manns úr kórnum koma hingað norður að þessu sinni og syngja nú hér með liðsmönnum Vox Academica kórsins. National Phil kórinn flytur reglulega helstu meistaraverk tónbókmenntanna á um þrjátíu tónleikum á hverju ári ásamt nýrri verkum. Á verkefnaskrá kórsins eru óratorísk verk eins og Messias eftir Händel, Ein Deutsches Reqiuem eftir Brahms, Carmina Burana eftir Orrf, Chichester Psalms eftir Bernstein og þar fram eftir götum. Fyrir utan reglulegt tónleikahald er starfræktur söngskóli á vegum kórsins og mikið starf þar unnið við að kynna klassíska gæðatónlist ungu fólki. Stjórnandi NPC er Dr. Stan Engebretson. Hann er af íslensku bergi brotinn, uppalinn á Íslendingaslóðum vestra, alinn upp í hinni kunnu sveitaborg Fargo í Norður-Dakóta. Hann kynntist ungur skandinavískri kóramenningu og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði tónlistar. Hann lauk mastersnámi í píanóleik og söng frá University of North Dakota og doktorsgráðu í hljómsveitarstjórnun frá Stanford University. Hann hefur kennt við University of Texas og University of Minnesota. Einnig er hann listrænn stjórnandi Midland-Odessa Symphony Chorale og aðstoðarstjórnandi Minnesota Chorale. Frá 1990 hefur hann stjórnað NPC og er prófessor í kórsöng við George Mason University. Hann gegnir auk þess fjölda annarra starfa í þágu tónlistarlífsins í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hann hefur komið oft til Íslands á vegum Fulbright-stofnunarinnar og kennt kórstjórn, meðal annars við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Þannig hófst samstarf þeirra Stans og Hákons Leifssonar, stjórnanda og stofnanda Vox academica, en Hákon kennir kórstjórn við Tónskólann. Og þar er komin kveikjan að þeim góðu tengslum sem eru á milli NPC og Vox academica. Miðasala á tónleikana á laugardag er Tólf tónum og miða má einnig panta í síma 8958177. pbb@frettablaðið Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Kór National Philharmonic frá Washington DC sækir heim íslenska kórinn Vox Academica þessa dagana og er stefnt á kóramót sveitanna tveggja í Langholtskirkju á laugardag kl 15. Á efniskránni er margt af því besta sem bandarísk kórmenning hefur upp á að bjóða. Þar eru fyrirferðarmest klassísk, bandarísk kórverk 20. aldar sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Á tónleikunum verða fluttir margir gullmolar, svo sem hið fræga Agnus Dei eftir Samuel Barber sem ávallt er flutt þegar þjóðarsorg ríkir í Bandaríkjunum. Þá eru þarna verk eins og til að mynda Alleluia eftir Randall Thompson, Magnificat eftir Michael Lauridsen. Rúsínan í pylsuendanum er svo hið fræga verk Bernsteins, Chichester Psalms fyrir kór og orgel, hörpu og slagverk. Verkið samdi Bernstein upp úr skissum og hugmyndabrotum sínum að West Side Story söngleiknum. Til þess að skilja íslensk tónskáld ekki alveg útundan verður flutt hin undurfagra Ave Maria eftir Hjálmar H. Ragnarsson.Stjórnendur á tónleikunum verða Stan Engebretson og Hákon Leifsson National Philharmonic kórinn heimsækir Ísland nú í fyrsta sinni. Kórinn er að jafnaði 170 manna kór sem starfar með 100 manna hljómsveit sem hefur aðsetur sitt í Music Center í Strathmore, Wasington D.C og er öflugasti flytjandi klassískrar tónlistar á þeim slóðum. Aðeins 25 manns úr kórnum koma hingað norður að þessu sinni og syngja nú hér með liðsmönnum Vox Academica kórsins. National Phil kórinn flytur reglulega helstu meistaraverk tónbókmenntanna á um þrjátíu tónleikum á hverju ári ásamt nýrri verkum. Á verkefnaskrá kórsins eru óratorísk verk eins og Messias eftir Händel, Ein Deutsches Reqiuem eftir Brahms, Carmina Burana eftir Orrf, Chichester Psalms eftir Bernstein og þar fram eftir götum. Fyrir utan reglulegt tónleikahald er starfræktur söngskóli á vegum kórsins og mikið starf þar unnið við að kynna klassíska gæðatónlist ungu fólki. Stjórnandi NPC er Dr. Stan Engebretson. Hann er af íslensku bergi brotinn, uppalinn á Íslendingaslóðum vestra, alinn upp í hinni kunnu sveitaborg Fargo í Norður-Dakóta. Hann kynntist ungur skandinavískri kóramenningu og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði tónlistar. Hann lauk mastersnámi í píanóleik og söng frá University of North Dakota og doktorsgráðu í hljómsveitarstjórnun frá Stanford University. Hann hefur kennt við University of Texas og University of Minnesota. Einnig er hann listrænn stjórnandi Midland-Odessa Symphony Chorale og aðstoðarstjórnandi Minnesota Chorale. Frá 1990 hefur hann stjórnað NPC og er prófessor í kórsöng við George Mason University. Hann gegnir auk þess fjölda annarra starfa í þágu tónlistarlífsins í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hann hefur komið oft til Íslands á vegum Fulbright-stofnunarinnar og kennt kórstjórn, meðal annars við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Þannig hófst samstarf þeirra Stans og Hákons Leifssonar, stjórnanda og stofnanda Vox academica, en Hákon kennir kórstjórn við Tónskólann. Og þar er komin kveikjan að þeim góðu tengslum sem eru á milli NPC og Vox academica. Miðasala á tónleikana á laugardag er Tólf tónum og miða má einnig panta í síma 8958177. pbb@frettablaðið
Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“