Ósýnilegi flokkurinn Símon Birgisson skrifar 3. júní 2010 10:49 Það var erfitt að ganga á kjörstað á laugardaginn hér í Hafnarfirði. Í Reykjavík komst nýtt afl til valda. Í Hafnarfirði hafa aldrei fleiri skilað auðu og kosningaþátttaka var í lágmarki. Því miður fyrir okkur, kjósendur í Hafnarfirði, var enginn besti flokkur eða næstbesti flokkur eða listi fólksins til að greiða atkvæði. Aðeins fjórflokkurinn. Og það er alltaf erfitt að greiða vonbrigðum atkvæði sitt. Fyrir átta árum, þegar Samfylkingin tók við stjórn bæjarins, var ég fullur bjartsýni. Ég var ungur og trúði því að Samfylkingin myndi breyta bænum til góðs. Hafnarfjörður er sérstakur bær og það er sérstakt hvað ungt fólk hefur sterkar tilfinningar til bæjarins. Ég man að eitt stærsta kosningaloforðið var að bjarga Hafnfirðingum frá áætlunum Sjálfstæðismanna um uppbyggingu Norðurbakkans. Það var talað í háði um hús sem áttu að rísa á landfyllingu og lúxusíbúðir. Björgunaraðgerðin blasir nú við á Norðurbakkanum og því miður hlæja nú fleiri en Hafnfirðingar að því gullna tækifæri sem rann okkur úr greipum. Norðurbakkinn er uppnefndur Berlínarmúrinn - þessi ömurlega blokkarbyggð er eins og risastór veggur sem byrgir sýn og hinumegin við veginn eru gömlu húsin - minnisvarði um fallega byggð. Norðurbakkinn er versta björgunaraðgerð sögunnar og Samfylkingunni að kenna. Önnur skipulagshörmung eru Vellirnir. Hverfið er af flestum talið eitt það ljótasta á Íslandi. Og örugglega þó víðar væri að leita. Þetta hraun gettó er líka minnisvarði - minnisvarði um verktakapólitík þar sem heilbrigð skynsemi lét undan kröfunni um peninga. Vellirnir eru Samfylkingunni að kenna. Fyrir átta árum fannst mér sem ungum manni að Hafnarfjörður ætti virkilega möguleika á því að verða fallegt og líflegt bæjarfélag. Við hefðum getað breytt Norðurbakkanum í fallegt svæði, þar sem útikaffihús, búðir, jafnvel leikhús og íbúðir mynduðu tengingu við Strandgötuna þar sem nú þegar er elsta kvikmyndahús landsins. Við hefðum getað breytt bænum til góðs. En í staðinn tóku verktakarnir völdin - við byggðum innisundlaug og neyddumst til að loka útilauginni í Suðurbænum tvo sólríkustu mánuði ársins - Vallahverfið og Norðurbakkinn risu án þess að neinn virtist hugsa um þá stefnu sem bærinn var að taka. Og af einhverjum ástæðum stendur gamla Dvergshúsið enn þrátt fyrir að áætlanir um niðurrif hafi verið ofarlega á loforðalista Samfylkingarinnar á sínum tíma. Höfum við grætt eitthvað á þessari vitleysu? Nei, bærinn er skuldsettari en þegar Samfylkingin tók við. Í stað eldmóðs er ungt fólk í bænum fullt af vonbrigðum. Og nema við rífum þakið af nýju vallarlauginni er líklegt að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við að synda innandyra næstu árin. Þess vegna var erfitt að greiða atkvæði á laugardaginn. Það var enginn valkostur við vitleysuna. Sem betur fer var ég ekki einn um að skila mínu atkvæði auðu. Um 1.600 manns ákváðu að greiða engum fjórflokkanna atkvæði sitt. Það er ósýnilegi flokkurinn sem samkvæmt þessum tölum á einn mann inni í bæjarstjórn. Miðað við kosningaþátttökuna má Samfylkingin prísa sig sæla að þetta nýja framboð var ósýnilegt á laugardaginn. En það þýðir ekki að þeir sem nú munu fara með stjórn bæjarins megi gleyma úrslitunum á laugardaginn. Sá meirihluti sem nú mun taka til starfa nýtur ekki trausts bæjarbúa. Hann var versti valkosturinn í vondri stöðu. Og ég ætla rétt að vona að á næstu fjórum árum muni hinir kosnu fulltrúar standa sig í stykkinu - því annars er líklegt að ósýnilegi flokkurinn stígi fram í dagsljósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það var erfitt að ganga á kjörstað á laugardaginn hér í Hafnarfirði. Í Reykjavík komst nýtt afl til valda. Í Hafnarfirði hafa aldrei fleiri skilað auðu og kosningaþátttaka var í lágmarki. Því miður fyrir okkur, kjósendur í Hafnarfirði, var enginn besti flokkur eða næstbesti flokkur eða listi fólksins til að greiða atkvæði. Aðeins fjórflokkurinn. Og það er alltaf erfitt að greiða vonbrigðum atkvæði sitt. Fyrir átta árum, þegar Samfylkingin tók við stjórn bæjarins, var ég fullur bjartsýni. Ég var ungur og trúði því að Samfylkingin myndi breyta bænum til góðs. Hafnarfjörður er sérstakur bær og það er sérstakt hvað ungt fólk hefur sterkar tilfinningar til bæjarins. Ég man að eitt stærsta kosningaloforðið var að bjarga Hafnfirðingum frá áætlunum Sjálfstæðismanna um uppbyggingu Norðurbakkans. Það var talað í háði um hús sem áttu að rísa á landfyllingu og lúxusíbúðir. Björgunaraðgerðin blasir nú við á Norðurbakkanum og því miður hlæja nú fleiri en Hafnfirðingar að því gullna tækifæri sem rann okkur úr greipum. Norðurbakkinn er uppnefndur Berlínarmúrinn - þessi ömurlega blokkarbyggð er eins og risastór veggur sem byrgir sýn og hinumegin við veginn eru gömlu húsin - minnisvarði um fallega byggð. Norðurbakkinn er versta björgunaraðgerð sögunnar og Samfylkingunni að kenna. Önnur skipulagshörmung eru Vellirnir. Hverfið er af flestum talið eitt það ljótasta á Íslandi. Og örugglega þó víðar væri að leita. Þetta hraun gettó er líka minnisvarði - minnisvarði um verktakapólitík þar sem heilbrigð skynsemi lét undan kröfunni um peninga. Vellirnir eru Samfylkingunni að kenna. Fyrir átta árum fannst mér sem ungum manni að Hafnarfjörður ætti virkilega möguleika á því að verða fallegt og líflegt bæjarfélag. Við hefðum getað breytt Norðurbakkanum í fallegt svæði, þar sem útikaffihús, búðir, jafnvel leikhús og íbúðir mynduðu tengingu við Strandgötuna þar sem nú þegar er elsta kvikmyndahús landsins. Við hefðum getað breytt bænum til góðs. En í staðinn tóku verktakarnir völdin - við byggðum innisundlaug og neyddumst til að loka útilauginni í Suðurbænum tvo sólríkustu mánuði ársins - Vallahverfið og Norðurbakkinn risu án þess að neinn virtist hugsa um þá stefnu sem bærinn var að taka. Og af einhverjum ástæðum stendur gamla Dvergshúsið enn þrátt fyrir að áætlanir um niðurrif hafi verið ofarlega á loforðalista Samfylkingarinnar á sínum tíma. Höfum við grætt eitthvað á þessari vitleysu? Nei, bærinn er skuldsettari en þegar Samfylkingin tók við. Í stað eldmóðs er ungt fólk í bænum fullt af vonbrigðum. Og nema við rífum þakið af nýju vallarlauginni er líklegt að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við að synda innandyra næstu árin. Þess vegna var erfitt að greiða atkvæði á laugardaginn. Það var enginn valkostur við vitleysuna. Sem betur fer var ég ekki einn um að skila mínu atkvæði auðu. Um 1.600 manns ákváðu að greiða engum fjórflokkanna atkvæði sitt. Það er ósýnilegi flokkurinn sem samkvæmt þessum tölum á einn mann inni í bæjarstjórn. Miðað við kosningaþátttökuna má Samfylkingin prísa sig sæla að þetta nýja framboð var ósýnilegt á laugardaginn. En það þýðir ekki að þeir sem nú munu fara með stjórn bæjarins megi gleyma úrslitunum á laugardaginn. Sá meirihluti sem nú mun taka til starfa nýtur ekki trausts bæjarbúa. Hann var versti valkosturinn í vondri stöðu. Og ég ætla rétt að vona að á næstu fjórum árum muni hinir kosnu fulltrúar standa sig í stykkinu - því annars er líklegt að ósýnilegi flokkurinn stígi fram í dagsljósið.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun