Ósýnilegi flokkurinn Símon Birgisson skrifar 3. júní 2010 10:49 Það var erfitt að ganga á kjörstað á laugardaginn hér í Hafnarfirði. Í Reykjavík komst nýtt afl til valda. Í Hafnarfirði hafa aldrei fleiri skilað auðu og kosningaþátttaka var í lágmarki. Því miður fyrir okkur, kjósendur í Hafnarfirði, var enginn besti flokkur eða næstbesti flokkur eða listi fólksins til að greiða atkvæði. Aðeins fjórflokkurinn. Og það er alltaf erfitt að greiða vonbrigðum atkvæði sitt. Fyrir átta árum, þegar Samfylkingin tók við stjórn bæjarins, var ég fullur bjartsýni. Ég var ungur og trúði því að Samfylkingin myndi breyta bænum til góðs. Hafnarfjörður er sérstakur bær og það er sérstakt hvað ungt fólk hefur sterkar tilfinningar til bæjarins. Ég man að eitt stærsta kosningaloforðið var að bjarga Hafnfirðingum frá áætlunum Sjálfstæðismanna um uppbyggingu Norðurbakkans. Það var talað í háði um hús sem áttu að rísa á landfyllingu og lúxusíbúðir. Björgunaraðgerðin blasir nú við á Norðurbakkanum og því miður hlæja nú fleiri en Hafnfirðingar að því gullna tækifæri sem rann okkur úr greipum. Norðurbakkinn er uppnefndur Berlínarmúrinn - þessi ömurlega blokkarbyggð er eins og risastór veggur sem byrgir sýn og hinumegin við veginn eru gömlu húsin - minnisvarði um fallega byggð. Norðurbakkinn er versta björgunaraðgerð sögunnar og Samfylkingunni að kenna. Önnur skipulagshörmung eru Vellirnir. Hverfið er af flestum talið eitt það ljótasta á Íslandi. Og örugglega þó víðar væri að leita. Þetta hraun gettó er líka minnisvarði - minnisvarði um verktakapólitík þar sem heilbrigð skynsemi lét undan kröfunni um peninga. Vellirnir eru Samfylkingunni að kenna. Fyrir átta árum fannst mér sem ungum manni að Hafnarfjörður ætti virkilega möguleika á því að verða fallegt og líflegt bæjarfélag. Við hefðum getað breytt Norðurbakkanum í fallegt svæði, þar sem útikaffihús, búðir, jafnvel leikhús og íbúðir mynduðu tengingu við Strandgötuna þar sem nú þegar er elsta kvikmyndahús landsins. Við hefðum getað breytt bænum til góðs. En í staðinn tóku verktakarnir völdin - við byggðum innisundlaug og neyddumst til að loka útilauginni í Suðurbænum tvo sólríkustu mánuði ársins - Vallahverfið og Norðurbakkinn risu án þess að neinn virtist hugsa um þá stefnu sem bærinn var að taka. Og af einhverjum ástæðum stendur gamla Dvergshúsið enn þrátt fyrir að áætlanir um niðurrif hafi verið ofarlega á loforðalista Samfylkingarinnar á sínum tíma. Höfum við grætt eitthvað á þessari vitleysu? Nei, bærinn er skuldsettari en þegar Samfylkingin tók við. Í stað eldmóðs er ungt fólk í bænum fullt af vonbrigðum. Og nema við rífum þakið af nýju vallarlauginni er líklegt að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við að synda innandyra næstu árin. Þess vegna var erfitt að greiða atkvæði á laugardaginn. Það var enginn valkostur við vitleysuna. Sem betur fer var ég ekki einn um að skila mínu atkvæði auðu. Um 1.600 manns ákváðu að greiða engum fjórflokkanna atkvæði sitt. Það er ósýnilegi flokkurinn sem samkvæmt þessum tölum á einn mann inni í bæjarstjórn. Miðað við kosningaþátttökuna má Samfylkingin prísa sig sæla að þetta nýja framboð var ósýnilegt á laugardaginn. En það þýðir ekki að þeir sem nú munu fara með stjórn bæjarins megi gleyma úrslitunum á laugardaginn. Sá meirihluti sem nú mun taka til starfa nýtur ekki trausts bæjarbúa. Hann var versti valkosturinn í vondri stöðu. Og ég ætla rétt að vona að á næstu fjórum árum muni hinir kosnu fulltrúar standa sig í stykkinu - því annars er líklegt að ósýnilegi flokkurinn stígi fram í dagsljósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það var erfitt að ganga á kjörstað á laugardaginn hér í Hafnarfirði. Í Reykjavík komst nýtt afl til valda. Í Hafnarfirði hafa aldrei fleiri skilað auðu og kosningaþátttaka var í lágmarki. Því miður fyrir okkur, kjósendur í Hafnarfirði, var enginn besti flokkur eða næstbesti flokkur eða listi fólksins til að greiða atkvæði. Aðeins fjórflokkurinn. Og það er alltaf erfitt að greiða vonbrigðum atkvæði sitt. Fyrir átta árum, þegar Samfylkingin tók við stjórn bæjarins, var ég fullur bjartsýni. Ég var ungur og trúði því að Samfylkingin myndi breyta bænum til góðs. Hafnarfjörður er sérstakur bær og það er sérstakt hvað ungt fólk hefur sterkar tilfinningar til bæjarins. Ég man að eitt stærsta kosningaloforðið var að bjarga Hafnfirðingum frá áætlunum Sjálfstæðismanna um uppbyggingu Norðurbakkans. Það var talað í háði um hús sem áttu að rísa á landfyllingu og lúxusíbúðir. Björgunaraðgerðin blasir nú við á Norðurbakkanum og því miður hlæja nú fleiri en Hafnfirðingar að því gullna tækifæri sem rann okkur úr greipum. Norðurbakkinn er uppnefndur Berlínarmúrinn - þessi ömurlega blokkarbyggð er eins og risastór veggur sem byrgir sýn og hinumegin við veginn eru gömlu húsin - minnisvarði um fallega byggð. Norðurbakkinn er versta björgunaraðgerð sögunnar og Samfylkingunni að kenna. Önnur skipulagshörmung eru Vellirnir. Hverfið er af flestum talið eitt það ljótasta á Íslandi. Og örugglega þó víðar væri að leita. Þetta hraun gettó er líka minnisvarði - minnisvarði um verktakapólitík þar sem heilbrigð skynsemi lét undan kröfunni um peninga. Vellirnir eru Samfylkingunni að kenna. Fyrir átta árum fannst mér sem ungum manni að Hafnarfjörður ætti virkilega möguleika á því að verða fallegt og líflegt bæjarfélag. Við hefðum getað breytt Norðurbakkanum í fallegt svæði, þar sem útikaffihús, búðir, jafnvel leikhús og íbúðir mynduðu tengingu við Strandgötuna þar sem nú þegar er elsta kvikmyndahús landsins. Við hefðum getað breytt bænum til góðs. En í staðinn tóku verktakarnir völdin - við byggðum innisundlaug og neyddumst til að loka útilauginni í Suðurbænum tvo sólríkustu mánuði ársins - Vallahverfið og Norðurbakkinn risu án þess að neinn virtist hugsa um þá stefnu sem bærinn var að taka. Og af einhverjum ástæðum stendur gamla Dvergshúsið enn þrátt fyrir að áætlanir um niðurrif hafi verið ofarlega á loforðalista Samfylkingarinnar á sínum tíma. Höfum við grætt eitthvað á þessari vitleysu? Nei, bærinn er skuldsettari en þegar Samfylkingin tók við. Í stað eldmóðs er ungt fólk í bænum fullt af vonbrigðum. Og nema við rífum þakið af nýju vallarlauginni er líklegt að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við að synda innandyra næstu árin. Þess vegna var erfitt að greiða atkvæði á laugardaginn. Það var enginn valkostur við vitleysuna. Sem betur fer var ég ekki einn um að skila mínu atkvæði auðu. Um 1.600 manns ákváðu að greiða engum fjórflokkanna atkvæði sitt. Það er ósýnilegi flokkurinn sem samkvæmt þessum tölum á einn mann inni í bæjarstjórn. Miðað við kosningaþátttökuna má Samfylkingin prísa sig sæla að þetta nýja framboð var ósýnilegt á laugardaginn. En það þýðir ekki að þeir sem nú munu fara með stjórn bæjarins megi gleyma úrslitunum á laugardaginn. Sá meirihluti sem nú mun taka til starfa nýtur ekki trausts bæjarbúa. Hann var versti valkosturinn í vondri stöðu. Og ég ætla rétt að vona að á næstu fjórum árum muni hinir kosnu fulltrúar standa sig í stykkinu - því annars er líklegt að ósýnilegi flokkurinn stígi fram í dagsljósið.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun