Lífið

Cameron segir Cruise harðasta nagla sem hún hefur séð

Cameron segist hafa öskrað eins og smástelpa.
Cameron segist hafa öskrað eins og smástelpa.

Cameron Diaz segist hafa hrifist af áhættuleikarahæfileikum Tom Cruise þegar þau léku saman í kvikmyndinni Knight & Day.

„Hann er sennilega sá besti sem ég hef séð," sagði Diaz við blaðamenn en myndin verður frumsýnd í lok þessa mánaðar. Sérstaklega segist hún hafa heillast af Cruise þegar hann stökk milli bíla á ferð og hoppaði yfir á húsþök.

„Tom er alveg ótrúlegur, hann er eins og atvinnuáhættuleikari. Ef hann væri ekki kvikmyndastjarna þá væri hann sennilega besti áhættuleikari heims. Ég horfði á hann framkvæma sum áhættuatriðin og öskraði bara eins og smástelpa."

Þrátt fyrir Vísindakirkjuruglið verður hasarinn ekki tekinn af Cruise.

Hér í sýnishorni myndarinnar má sjá nokkur atriðanna sem Cameron er að tala um.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.