Lífið

DiCaprio blæðir í fimm karata demantstrúlofunarhring

Leikarinn skoðaði trúlofunarhringa í Beverly Hills.
Leikarinn skoðaði trúlofunarhringa í Beverly Hills.
Leikarinn Leonardo DiCaprio sást nýverið í skartgripaverslun í Beverly Hills þar sem hann skoðaði trúlofunarhringa. „Hann vildi skoða fimm karata demantstrúlofunarhringa. Hann virtist ekki geta ákveðið sig. Hann sagðist ætla að mæta aftur með móður sína til að fá hennar ráðleggingar," sagði heimildarmaður.

DiCaprio er að hitta ísraelsku fyrirsætuna Bar Refaeli. Þau hættu saman í fyrra eftir fjögurra ára samband en á síðasta ári tóku þau aftur saman. Orðrómur hefur verið uppi um að þau ætli að ganga upp að altarinu og svo virðist sem hann hafi verið á rökum reistur. Stutt er síðan þau byrjuðu að búa saman og greinilegt að hlutirnir eru á réttri leið hjá þessu fallega pari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.