Erlent

Lárviðarljóð um hásin Beckhams

Óli Tynes skrifar
Akkiles?
Akkiles?

Lárviðarskáld Bretlands Carol Ann Duffy hefur gert hásin Davids Beckham ódauðlega með því að yrkja um hana ljóð. Á ensku heitir hásinin Achilles tendon.

Ljóðið heitir Akkiles og er þar augljóslega vísað til grísku hetjunnar sem ekki var hægt að vinna nema með því að hitta hann í hælinn með eggvopni.

Móðir hans Thetis hafði dýft honum í fljótið Styx eftir fæðingu og hann var óvinnandi þar sem vatnið snerti hann. Thetis hélt hinsvegar um ökla hans þegar hún dýfði honum og því blotnaði hællinn ekki.

Hællinn varð svo Akkilesi að falli í orrustunni um Tróju.

Duffy segir um ljóð sitt að Beckham sé nánast goðsagnakennd persóna í poppkúltúr 21. aldarinnar. Stjörnur eins og hann séu eins og söguleg upplifun sem við hin fylgjumst spennt með.

Hér er ljóðið Akkiles:

Myth's river - where his mother

dipped him, fished him, a slippery

golden boy flowed on, his name

on its lips.

Without him, it was prophesied,

they would not take Troy.

Women hid him, concealed him in

girls' sarongs; days of

sweetmeats, spices, silver songs...

But when Odysseus came, with an

athlete's build, a sword and a

shield, he followed him to the

battlefield, the crowd's roar,

And it was sport, not war, his

charmed foot on the ball...

But then his heel, his heel, his

heel...

Skosk lesbía

Carol Ann Duffy er fyrsta konan sem gegnir embætti Lárviðarskjálds Bretlands síðan til þess embættis var stofnað árið 1617.

Auk þess að vera fyrsta konan er hún fyrsti Skotinn og fyrsta lesbían.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×