Kirkja og skóli á forsendum barnsins Halldór Reynisson skrifar 28. október 2010 06:00 Umræðan um kirkju og skóla byggir um sumt á misskilningi. Talað hefur verið um tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur sem „bann við trúboði" eins og trúboð á vegum kirkjunnar sé þar iðkað í stórum stíl. Það er stefna kirkjunnar að eiga samstarf við skólann á þeirri forsendu hans að fræða um trú en ekki boða hana. Þá hefur verið látið að því liggja að tillögur mannréttindaráðs byggi á tillögum menntasviðs borgarinnar frá 2007 og að fulltrúi kirkjunnar hafi „blessað" þær. Ég er sá blessaði maður og vil leiðrétta þann misskilning. Í fimmta lið tillagna mannréttindaráðs segir „Kirkjuferðir skulu ekki farnar á starfstíma…". Í 2007 skýrslunni segir: „Varðandi börn og nemendur getur samstarf falist í vettvangsheimsóknum … fá kynningu á hátíðum og athöfnum er tengjast lífshlaupi mannsins." Tillaga mannréttindaráðs gengur því í þveröfuga átt. Í sjötta lið tillagna mannréttindaráðs segir „…að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- og lífsskoðunarfélaga". Í 2007 skýrslunni segir: „Samstarf getur einnig falið í sér að kennarar í leik- og grunnskólum leiti aðstoðar hjá fulltrúum trúar- og lífsskoðunarhópa vegna áfalla sem tengjast nemendum og kennurum skólanna." Tillaga mannréttindaráðs gengur í þveröfuga átt. Varðandi umfjöllun um fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar þá er hugmyndin í tillögunum að banna skólum að veita leyfi til fermingarferða. Í árslok 2007 áréttaði menntamálaráðuneytið að ekki stæði til að banna skólastjórnendum að veita slík leyfi en foreldrar skyldu sækja um en ekki kirkjurnar. Í rauninni held ég að allir séu sammála um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs. Deilan snýst um hvað kallað er trúboð. Er það að prestur gengur inn í skóla trúboð? Eru englamyndir á litlu jólunum trúboð? Forðumst öfgar, höfum þá siðfræði Aristótelesar að leiðarljósi að dygðin sé fólgin í meðalhófi en lestir í öfgunum. Loks þetta. Í skólamálaumræðunni er sjónarmið barnsins sjálfs og náms þess nú í brennidepli en ekki hagsmunir kennarans, hvað þá kirkjunnar eða siðmenntar. Hverjir eru hagsmunir barnsins? Hvað nærir það og þroskar? Hvað styður þegar áföll dynja yfir? Hvernig hjálpum við því að auðga sitt andlega líf, hvort sem það er kristið eða trúlaust? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um kirkju og skóla byggir um sumt á misskilningi. Talað hefur verið um tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur sem „bann við trúboði" eins og trúboð á vegum kirkjunnar sé þar iðkað í stórum stíl. Það er stefna kirkjunnar að eiga samstarf við skólann á þeirri forsendu hans að fræða um trú en ekki boða hana. Þá hefur verið látið að því liggja að tillögur mannréttindaráðs byggi á tillögum menntasviðs borgarinnar frá 2007 og að fulltrúi kirkjunnar hafi „blessað" þær. Ég er sá blessaði maður og vil leiðrétta þann misskilning. Í fimmta lið tillagna mannréttindaráðs segir „Kirkjuferðir skulu ekki farnar á starfstíma…". Í 2007 skýrslunni segir: „Varðandi börn og nemendur getur samstarf falist í vettvangsheimsóknum … fá kynningu á hátíðum og athöfnum er tengjast lífshlaupi mannsins." Tillaga mannréttindaráðs gengur því í þveröfuga átt. Í sjötta lið tillagna mannréttindaráðs segir „…að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- og lífsskoðunarfélaga". Í 2007 skýrslunni segir: „Samstarf getur einnig falið í sér að kennarar í leik- og grunnskólum leiti aðstoðar hjá fulltrúum trúar- og lífsskoðunarhópa vegna áfalla sem tengjast nemendum og kennurum skólanna." Tillaga mannréttindaráðs gengur í þveröfuga átt. Varðandi umfjöllun um fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar þá er hugmyndin í tillögunum að banna skólum að veita leyfi til fermingarferða. Í árslok 2007 áréttaði menntamálaráðuneytið að ekki stæði til að banna skólastjórnendum að veita slík leyfi en foreldrar skyldu sækja um en ekki kirkjurnar. Í rauninni held ég að allir séu sammála um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs. Deilan snýst um hvað kallað er trúboð. Er það að prestur gengur inn í skóla trúboð? Eru englamyndir á litlu jólunum trúboð? Forðumst öfgar, höfum þá siðfræði Aristótelesar að leiðarljósi að dygðin sé fólgin í meðalhófi en lestir í öfgunum. Loks þetta. Í skólamálaumræðunni er sjónarmið barnsins sjálfs og náms þess nú í brennidepli en ekki hagsmunir kennarans, hvað þá kirkjunnar eða siðmenntar. Hverjir eru hagsmunir barnsins? Hvað nærir það og þroskar? Hvað styður þegar áföll dynja yfir? Hvernig hjálpum við því að auðga sitt andlega líf, hvort sem það er kristið eða trúlaust?
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun