Erlent

Hart sótt að ópíumframleiðendum í Afganistan

Fleiri en 60 skæruliðar féllu í bardögum við afganska lögreglumenn um helgina í skipulagðri aðgerð gegn eiturlyfjaframleiðslu í Helmand héraði. Lagt var hald á sextán tonn af eiturlyfjum auk vopna og sprengiefnis.

Yfirvöld segjast einnig hafa frelsað fanga sem skæruliðarnir höfðu í haldi grunaða um að starfa með yfirvöldum. Í Afganistan fer um 90 prósent allrar ópíumframleiðslu heimsins fram og skæruliðar sem berjast við yfirvöld og hermenn NATO reiða sig á sölu eiturlyfja til þess að fjármagna baráttuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×