Innlent

Bensínbetlarinn náðist á eftirlitsmyndavél í Reykjanesbæ

Myndin er á vefsíðu vf.is
Myndin er á vefsíðu vf.is

Svonefndur bensínbetlari hefur nú náðst á eftirlitsmyndavél bensínstöðvar í Reykjanesbæ.

Maðurinn hefur að undanförnu leikið þann leik að betla fé af viðskiptavinum á bensínstöðvum. Ástæðuna fyrir betlinu segir hann vera til að geta keypt bensín á bíl sinn svo hann geti heimsótt veika dóttur sína á Akranesi.

Lögregla hefur þó ekki haft afskipti af honum enn, enda vandséð hvort sníkjur hans eru brotlegar fremur en sníkjur jólasveinsins Kertasníkis, svo orðalag lögreglumanns sé notað






Tengdar fréttir

Bensínbetlari reyndi að blekkja rithöfund

Fyrrverandi ritstjórinn og rithöfundurinn Illugi Jökulsson lenti í bensínbetlaranum fyrir nokkrum mánuðum en Vísir hefur greint frá manninum áður en hann betlar pening fyrir bensíni af grandlausum borgurum í því augnmiði að komast til Akraness.

Varar við manni sem sníkir bensín út úr fólki

Marteinn Hilmarsson, faðir í Reykjavík, varar við óprúttnum aðila sem reynir að sníkja bensín út úr fólki. Hann segist fyrst hafa hitt manninn fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×