Erlent

Hávaxin fjölskylda í orrahríð

Óli Tynes skrifar
Á göngu í garði Hvíta hússins.
Á göngu í garði Hvíta hússins. Mynd/AP

Það er hefð fyrir því að forsetar Bandaríkjanna eigi sér óvildarmenn. Það á einnig við um Barack Obama. Það er þó athyglisvert að flestir óvildarmenn forsetans virðast eiga heima í Bandaríkjunum sjálfum. Óvild í bandarískum stjórnmálum er óvenju persónuleg og rætin.

Það er engu hlíft. Hvorki viðkomandi stjórnmálamanni né fjölskyldu hans. Látlaus óvildaráróður skilar því miður árangri. Ótrúlegur fjöldi Bandaríkjamanna virðist til dæmis trúa því að forsetinn sé í fyrsta lagi alls ekki bandarískur ríkisborgari og í öðru lagi múslimi.

Það er líka sett út á útlit og klæðaburð og sem nú dálítið kjánalegt ef miðað er við myndina sem fylgir þessum pistli.

Barack Obama er myndarlegur á velli. Sama má reyna segja um Michelle eiginkonu hans. Forsetinn er 1:87 á hæð en hún er 1:80. Og það lítur út fyrir að dæturnar ætli að sverja sig í ættina. Á meðfylgjandi mynd er fjölskyldan að ganga eftir suðurgarðinum upp að Hvíta húsinu.

Myndin var tekin hinn þriðja þessa mánaðar. Á henni má sjá að eldri dóttirin Malia er farin að slaga hátt upp í föður sinn og er hún þó aðeins 11 ára gömul. Hin níu ára gamla Sasha er ennþá krúttlegur fjörkálfur. Áhugasamir um forsetafjölskylduna sjá væntanlega að forsetafrúin er komin með nýja hárgreiðslu. Hún var með sítt slétt hár en er nú stuttklippt og krulluð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×