Innlent

Vilja ræða innheimtuaðferðir í borgarráði

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson.

Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir yfirliti og umræðum um stöðu vanskila og innheimtuaðferðir Reykjavíkurborgar á næsta fundi ráðsins. Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni oddvita Samfylkingarinnar segir að tilefni beiðnarinnar sé mál manns sem neitar að borga innheimtukostnað vegna tveggja vangoldinna reikninga fyrir leikskólapláss.

Vefmiðillinn Svipan.is fjallar um málið í dag. Maðurinn hefur samkvæmt fréttinni boðist til að borga höfuðstól reikninganna ásamt sanngjörnum vöxtum en um er að ræða reikninga frá því í maí og júní í fyrra. „Lögmaður borgarinnar upplýsir að ekki sé sáttagrundvöllur í málinu, enda vill borgin fá að auki greiddar álagðar innheimtuþóknanir," segir á Svipunni.

Næsti borgarráðsfundur er á morgun, fimmtudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×