Erlent

Marja að mestu á valdi Natóliðs

Héraðsstjórinn í heimsókn
Golab Mangal, héraðsstjóri Helmand-héraðs, skoðar þorpið Marja.
fréttablaðið/AP
Héraðsstjórinn í heimsókn Golab Mangal, héraðsstjóri Helmand-héraðs, skoðar þorpið Marja. fréttablaðið/AP

„Ég myndi segja að við séum með hryggjarstykkið úr bænum á okkar valdi,“ segir Larry Nicholson, herforingi í fjölþjóðaliði NATO og Bandaríkjanna í Afganistan.

Fimmtán þúsund manna herlið réðist á bæinn Marja í Helmand-héraði í síðustu viku. Talibanar hafa haft bæinn og næsta nágrenni á valdi sínu undanfarin ár, en innrásarliðið hefur nú náð helstu götum og stjórnsýslubyggingum bæjarins á sitt vald.

„Við erum þar sem við viljum vera,“ segir Nicholson.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×