Lífið

Lewis Hamilton og Nicole Shcerzinger plana brúðkaup

Nicole og Hamilton á Formúlu 1 kappakstrinum í Belgíu í fyrra.
Nicole og Hamilton á Formúlu 1 kappakstrinum í Belgíu í fyrra.
Formúlu 1-ökuþórinn Lewis Hamilton og söngkona Pussycat Dolls, Nicole Scherzinger, ætla að ganga í það heilaga á árinu.

Parið hefur verið í sambandi með hléum frá árinu 2007. Þau hættu síðast saman nú í janúar og sögðu ástæðuna hversu mikið var að gera hjá þeim báðum. Viðskilnaðurinn entist ekki lengi og þau voru fljótt komin aftur í arma hvors annars.

Nicole, sem er 31 árs, lýsti því yfir í fyrra að hún vildi endilega giftast Hamilton, sem er 25 ára. Hann átti aftur á móti að hafa sagt að hann væri of ungur til að festa sig. Eftir viðskilnaðinn í vetur er sambandið aftur á móti í betra standi en nokkru sinni fyrr.

Nú segja vinir þeirra að þau séu byrjuð að undirbúa veisluna miklu á laun. Hann er kominn með íbúð í Los Angeles og eyðir eins miklum tíma og hann mögulega getur með söngkonunni, sem vinnur þar í tónlistar- og sjónvarpsferli sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.