Sölvi Blöndal: Óvenjulega venjulegur Besti Sölvi Blöndal skrifar 25. maí 2010 14:05 Viku fyrir kosningar er eins og venjulega hlaupin taugaveiklun í fylgismenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík. Það er líklega það eina sem telja má venjulegt í konsingarbarráttunni. Öllu öðru virðist hafa verið snúið á haus fyrir tilstuðlan Besta flokksins og formanns hans, Jóns Gnarr. Svo virðist sem algert neyðarástand hafi skapast, svo mikið að sumir hafa jafnvel kallað eftir því að Besti flokkurinn dragi framboð sitt til baka. Annars gæti skapast hætta á því að Reykvíkingar kysu „vitlaust". En róttæku hjarta mínu til mikillar skelfingar hafa hörðustu árásirnar á Jón Gnarr og Besta flokkinn ekki komið frá lömuðu hægri. Þær hafa komið frá vinstri. Þar hefur formanni Besta verið líkt við forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi sem mun hafa verið í hópi ríkustu manna Evrópu um býsna langt skeið. Auður Berslusconi nemur um 10 milljörðum bandaríkjadollara. Meðal eigna Berslusconi, sem margsinnis hefur mátt sæta ásökunum um sérhagsmunapólitík og spillingu, eru stærstu einkareknu sjónvarps-, útvarps- og blaðamiðlar Ítalíu. Það er (ekki) leiðum að líkjast. En Berslusconi var árið 1994 og 2001 ekki kosinn til forystu í ítölskum stjórnmálum út á eitthvert grín. Í krafti auðs og valda og gríðarlegs fjölmiðlaveldis fór Berslusconi fram í umboði þeirra sem meira mega sín og hagsmuna þeirra og sinna eigin hefur hann gætt og gerir enn. Með öðrum orðum, pólitík Berlusconi er klassísk pólitík auðs, hagsmuna og valda, eitthvað sem við þekkjum mætavel á Íslandi. Ef venjuleg pólitík er hagsmunapólitík þá er formaður Besta flokksins aftur á móti allt annað en venjulegur stjórnmálamaður og enn síður auðmaður með fjölmiðlaveldi að baki sér. Að baki Besta standa ekki þeir er meira mega sín heldur ósköp venjulegir Reykvíkingar. Það er ekki auðvelt að skilgreina hugmyndafræði Besta á einfaldan hægri- vinstri kvarða, en þó má benda á að Jón Gnarr hefur skilgreint flokkinn sem stjórnleysingja- og súrrealistaflokk, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Ennfremur virðist sem flokkurinn, líkt og hinn sænski Piratpartiet, hafi frjálslynda afstöðu til málefna sem varða markaðinn og frelsi einstaklings til athafna. En það má einnig lesa í yfirlýsingar Besta að umhverfismál og velferðamál séu ofarlega á dagskrá. Framsetning Besta er á vissan hátt þversagnarkennd og póstmódernísk, en hið sama má segja um frammistöðu fimmflokkssins á seinasta kjörtímabili í Reykjavík. Í ljósi þess kemur gott gengi Besta í skoðunarkönnunum ekki á óvart. Þrátt fyrir skringilegheitin og formleysið þá er Besti þrátt fyrir allt óvenjulega venjulegur, nákvæmlega það sem íslensk stjórnmál þarfnast. Höfundur er meistaranemi í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Viku fyrir kosningar er eins og venjulega hlaupin taugaveiklun í fylgismenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík. Það er líklega það eina sem telja má venjulegt í konsingarbarráttunni. Öllu öðru virðist hafa verið snúið á haus fyrir tilstuðlan Besta flokksins og formanns hans, Jóns Gnarr. Svo virðist sem algert neyðarástand hafi skapast, svo mikið að sumir hafa jafnvel kallað eftir því að Besti flokkurinn dragi framboð sitt til baka. Annars gæti skapast hætta á því að Reykvíkingar kysu „vitlaust". En róttæku hjarta mínu til mikillar skelfingar hafa hörðustu árásirnar á Jón Gnarr og Besta flokkinn ekki komið frá lömuðu hægri. Þær hafa komið frá vinstri. Þar hefur formanni Besta verið líkt við forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi sem mun hafa verið í hópi ríkustu manna Evrópu um býsna langt skeið. Auður Berslusconi nemur um 10 milljörðum bandaríkjadollara. Meðal eigna Berslusconi, sem margsinnis hefur mátt sæta ásökunum um sérhagsmunapólitík og spillingu, eru stærstu einkareknu sjónvarps-, útvarps- og blaðamiðlar Ítalíu. Það er (ekki) leiðum að líkjast. En Berslusconi var árið 1994 og 2001 ekki kosinn til forystu í ítölskum stjórnmálum út á eitthvert grín. Í krafti auðs og valda og gríðarlegs fjölmiðlaveldis fór Berslusconi fram í umboði þeirra sem meira mega sín og hagsmuna þeirra og sinna eigin hefur hann gætt og gerir enn. Með öðrum orðum, pólitík Berlusconi er klassísk pólitík auðs, hagsmuna og valda, eitthvað sem við þekkjum mætavel á Íslandi. Ef venjuleg pólitík er hagsmunapólitík þá er formaður Besta flokksins aftur á móti allt annað en venjulegur stjórnmálamaður og enn síður auðmaður með fjölmiðlaveldi að baki sér. Að baki Besta standa ekki þeir er meira mega sín heldur ósköp venjulegir Reykvíkingar. Það er ekki auðvelt að skilgreina hugmyndafræði Besta á einfaldan hægri- vinstri kvarða, en þó má benda á að Jón Gnarr hefur skilgreint flokkinn sem stjórnleysingja- og súrrealistaflokk, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Ennfremur virðist sem flokkurinn, líkt og hinn sænski Piratpartiet, hafi frjálslynda afstöðu til málefna sem varða markaðinn og frelsi einstaklings til athafna. En það má einnig lesa í yfirlýsingar Besta að umhverfismál og velferðamál séu ofarlega á dagskrá. Framsetning Besta er á vissan hátt þversagnarkennd og póstmódernísk, en hið sama má segja um frammistöðu fimmflokkssins á seinasta kjörtímabili í Reykjavík. Í ljósi þess kemur gott gengi Besta í skoðunarkönnunum ekki á óvart. Þrátt fyrir skringilegheitin og formleysið þá er Besti þrátt fyrir allt óvenjulega venjulegur, nákvæmlega það sem íslensk stjórnmál þarfnast. Höfundur er meistaranemi í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi og tónlistarmaður.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun