Sölvi Blöndal: Óvenjulega venjulegur Besti Sölvi Blöndal skrifar 25. maí 2010 14:05 Viku fyrir kosningar er eins og venjulega hlaupin taugaveiklun í fylgismenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík. Það er líklega það eina sem telja má venjulegt í konsingarbarráttunni. Öllu öðru virðist hafa verið snúið á haus fyrir tilstuðlan Besta flokksins og formanns hans, Jóns Gnarr. Svo virðist sem algert neyðarástand hafi skapast, svo mikið að sumir hafa jafnvel kallað eftir því að Besti flokkurinn dragi framboð sitt til baka. Annars gæti skapast hætta á því að Reykvíkingar kysu „vitlaust". En róttæku hjarta mínu til mikillar skelfingar hafa hörðustu árásirnar á Jón Gnarr og Besta flokkinn ekki komið frá lömuðu hægri. Þær hafa komið frá vinstri. Þar hefur formanni Besta verið líkt við forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi sem mun hafa verið í hópi ríkustu manna Evrópu um býsna langt skeið. Auður Berslusconi nemur um 10 milljörðum bandaríkjadollara. Meðal eigna Berslusconi, sem margsinnis hefur mátt sæta ásökunum um sérhagsmunapólitík og spillingu, eru stærstu einkareknu sjónvarps-, útvarps- og blaðamiðlar Ítalíu. Það er (ekki) leiðum að líkjast. En Berslusconi var árið 1994 og 2001 ekki kosinn til forystu í ítölskum stjórnmálum út á eitthvert grín. Í krafti auðs og valda og gríðarlegs fjölmiðlaveldis fór Berslusconi fram í umboði þeirra sem meira mega sín og hagsmuna þeirra og sinna eigin hefur hann gætt og gerir enn. Með öðrum orðum, pólitík Berlusconi er klassísk pólitík auðs, hagsmuna og valda, eitthvað sem við þekkjum mætavel á Íslandi. Ef venjuleg pólitík er hagsmunapólitík þá er formaður Besta flokksins aftur á móti allt annað en venjulegur stjórnmálamaður og enn síður auðmaður með fjölmiðlaveldi að baki sér. Að baki Besta standa ekki þeir er meira mega sín heldur ósköp venjulegir Reykvíkingar. Það er ekki auðvelt að skilgreina hugmyndafræði Besta á einfaldan hægri- vinstri kvarða, en þó má benda á að Jón Gnarr hefur skilgreint flokkinn sem stjórnleysingja- og súrrealistaflokk, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Ennfremur virðist sem flokkurinn, líkt og hinn sænski Piratpartiet, hafi frjálslynda afstöðu til málefna sem varða markaðinn og frelsi einstaklings til athafna. En það má einnig lesa í yfirlýsingar Besta að umhverfismál og velferðamál séu ofarlega á dagskrá. Framsetning Besta er á vissan hátt þversagnarkennd og póstmódernísk, en hið sama má segja um frammistöðu fimmflokkssins á seinasta kjörtímabili í Reykjavík. Í ljósi þess kemur gott gengi Besta í skoðunarkönnunum ekki á óvart. Þrátt fyrir skringilegheitin og formleysið þá er Besti þrátt fyrir allt óvenjulega venjulegur, nákvæmlega það sem íslensk stjórnmál þarfnast. Höfundur er meistaranemi í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Viku fyrir kosningar er eins og venjulega hlaupin taugaveiklun í fylgismenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík. Það er líklega það eina sem telja má venjulegt í konsingarbarráttunni. Öllu öðru virðist hafa verið snúið á haus fyrir tilstuðlan Besta flokksins og formanns hans, Jóns Gnarr. Svo virðist sem algert neyðarástand hafi skapast, svo mikið að sumir hafa jafnvel kallað eftir því að Besti flokkurinn dragi framboð sitt til baka. Annars gæti skapast hætta á því að Reykvíkingar kysu „vitlaust". En róttæku hjarta mínu til mikillar skelfingar hafa hörðustu árásirnar á Jón Gnarr og Besta flokkinn ekki komið frá lömuðu hægri. Þær hafa komið frá vinstri. Þar hefur formanni Besta verið líkt við forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi sem mun hafa verið í hópi ríkustu manna Evrópu um býsna langt skeið. Auður Berslusconi nemur um 10 milljörðum bandaríkjadollara. Meðal eigna Berslusconi, sem margsinnis hefur mátt sæta ásökunum um sérhagsmunapólitík og spillingu, eru stærstu einkareknu sjónvarps-, útvarps- og blaðamiðlar Ítalíu. Það er (ekki) leiðum að líkjast. En Berslusconi var árið 1994 og 2001 ekki kosinn til forystu í ítölskum stjórnmálum út á eitthvert grín. Í krafti auðs og valda og gríðarlegs fjölmiðlaveldis fór Berslusconi fram í umboði þeirra sem meira mega sín og hagsmuna þeirra og sinna eigin hefur hann gætt og gerir enn. Með öðrum orðum, pólitík Berlusconi er klassísk pólitík auðs, hagsmuna og valda, eitthvað sem við þekkjum mætavel á Íslandi. Ef venjuleg pólitík er hagsmunapólitík þá er formaður Besta flokksins aftur á móti allt annað en venjulegur stjórnmálamaður og enn síður auðmaður með fjölmiðlaveldi að baki sér. Að baki Besta standa ekki þeir er meira mega sín heldur ósköp venjulegir Reykvíkingar. Það er ekki auðvelt að skilgreina hugmyndafræði Besta á einfaldan hægri- vinstri kvarða, en þó má benda á að Jón Gnarr hefur skilgreint flokkinn sem stjórnleysingja- og súrrealistaflokk, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Ennfremur virðist sem flokkurinn, líkt og hinn sænski Piratpartiet, hafi frjálslynda afstöðu til málefna sem varða markaðinn og frelsi einstaklings til athafna. En það má einnig lesa í yfirlýsingar Besta að umhverfismál og velferðamál séu ofarlega á dagskrá. Framsetning Besta er á vissan hátt þversagnarkennd og póstmódernísk, en hið sama má segja um frammistöðu fimmflokkssins á seinasta kjörtímabili í Reykjavík. Í ljósi þess kemur gott gengi Besta í skoðunarkönnunum ekki á óvart. Þrátt fyrir skringilegheitin og formleysið þá er Besti þrátt fyrir allt óvenjulega venjulegur, nákvæmlega það sem íslensk stjórnmál þarfnast. Höfundur er meistaranemi í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi og tónlistarmaður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun