Björk Vilhelmsdóttir: Mætum vaxandi fátækt 25. maí 2010 06:00 Allir eiga að hafa í sig og á, þak yfir höfuðið og geta lifað með reisn í samfélagi manna. Það eru mannréttindi. En nú hefur ekki verið jafn mikil fátækt í okkar samfélagi í áratugi. Það er á ábyrgð sveitarfélaga að tryggja þeim framfærslu sem ekki geta séð fyrir sér og sínum, hafa hvorki launatekjur né bætur almanna- eða atvinnuleysistrygginga. Í dag er miðað við 125.500 fyrir einstakling og 200.000 fyrir hjón sem lágmark. Þetta dugar ekki til. Við í Samfylkingunni viljum tryggja fólki framfærslu eins og hún er skilgreind í dag af ESB og Hagstofunni, kr. 160.800 á mánuði fyrir einstakling. Um er að ræða tekjur eftir skatta auk félagslegra bóta s.s. húsaleigubóta og barnabóta og tengdra greiðslna. Dæmi. Einstaklingur með fjárhagsaðstoð fær 125.500 og 18.000 kr. í húsaleigubætur. Hann vantar 17.300 kr. á mánuði til að komast upp í 160.800 kr. Reykjavíkurborg á að tryggja þessa viðbót. Það er ekki hægt að horfa á sífellt stækkandi biðraðir við hjálparsamtök án þess að aðhafast. Sveitarfélagið ber ábyrgð á því að tryggja fólki framfærslu, en það er annarra að taka á skuldavanda, verðlagsástæðum og lágum tekjum sem valda fátækt. Einstæðar mæður og barnmargar fjölskyldur eru í áhættuhópi. Stéttskipting barna kemur skýrast fram í því að börn tekjulágra og skuldugra foreldra geta ekki leyft sér að stunda tómstundir, íþróttir og listnám, þrátt fyrir 25.000 króna framlag í formi Frístundakorta, sem var mikið framfaraspor. Vegna barna foreldra sem fá fjárhagsaðstoð er greitt sérstaklega kr. 11.600 á mánuði í skólamáltíðir eða tómstundir. Þetta dugir ekki til, tómstundir, íþróttir og listnám verður að vera ódýrara. Þá höfum við lagt til að allir geti greitt inn á Frístundakort ef styrkja þarf börn frekar. Hér á landi getur fólk ekki lifað af tekjum sem skilgreindar eru sem lágtekjur, miðað við hve margir leita á náðir hjálpar- og líknarsamtaka. Ástæður eru m.a. geysilega hátt verðlag á matvöru og húsnæði. Vextir af lánum eru mikið hærri en í Evrópu. Fátækt fólk stendur ekki undir neyslubyrðinni. Borgaryfirvöld verða að gæta sérstaklega að því að hækka ekki gjaldskrár umfram verðlag. Með öllum tiltækum ráðum þarf að vinna að auknum jöfnuði meðal fólks. Ójöfnuður leiðir til sundrungar, en í samfélagi þar sem jöfnuður ríkir, er meiri velsæld og heilsa fólks betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa í sig og á, þak yfir höfuðið og geta lifað með reisn í samfélagi manna. Það eru mannréttindi. En nú hefur ekki verið jafn mikil fátækt í okkar samfélagi í áratugi. Það er á ábyrgð sveitarfélaga að tryggja þeim framfærslu sem ekki geta séð fyrir sér og sínum, hafa hvorki launatekjur né bætur almanna- eða atvinnuleysistrygginga. Í dag er miðað við 125.500 fyrir einstakling og 200.000 fyrir hjón sem lágmark. Þetta dugar ekki til. Við í Samfylkingunni viljum tryggja fólki framfærslu eins og hún er skilgreind í dag af ESB og Hagstofunni, kr. 160.800 á mánuði fyrir einstakling. Um er að ræða tekjur eftir skatta auk félagslegra bóta s.s. húsaleigubóta og barnabóta og tengdra greiðslna. Dæmi. Einstaklingur með fjárhagsaðstoð fær 125.500 og 18.000 kr. í húsaleigubætur. Hann vantar 17.300 kr. á mánuði til að komast upp í 160.800 kr. Reykjavíkurborg á að tryggja þessa viðbót. Það er ekki hægt að horfa á sífellt stækkandi biðraðir við hjálparsamtök án þess að aðhafast. Sveitarfélagið ber ábyrgð á því að tryggja fólki framfærslu, en það er annarra að taka á skuldavanda, verðlagsástæðum og lágum tekjum sem valda fátækt. Einstæðar mæður og barnmargar fjölskyldur eru í áhættuhópi. Stéttskipting barna kemur skýrast fram í því að börn tekjulágra og skuldugra foreldra geta ekki leyft sér að stunda tómstundir, íþróttir og listnám, þrátt fyrir 25.000 króna framlag í formi Frístundakorta, sem var mikið framfaraspor. Vegna barna foreldra sem fá fjárhagsaðstoð er greitt sérstaklega kr. 11.600 á mánuði í skólamáltíðir eða tómstundir. Þetta dugir ekki til, tómstundir, íþróttir og listnám verður að vera ódýrara. Þá höfum við lagt til að allir geti greitt inn á Frístundakort ef styrkja þarf börn frekar. Hér á landi getur fólk ekki lifað af tekjum sem skilgreindar eru sem lágtekjur, miðað við hve margir leita á náðir hjálpar- og líknarsamtaka. Ástæður eru m.a. geysilega hátt verðlag á matvöru og húsnæði. Vextir af lánum eru mikið hærri en í Evrópu. Fátækt fólk stendur ekki undir neyslubyrðinni. Borgaryfirvöld verða að gæta sérstaklega að því að hækka ekki gjaldskrár umfram verðlag. Með öllum tiltækum ráðum þarf að vinna að auknum jöfnuði meðal fólks. Ójöfnuður leiðir til sundrungar, en í samfélagi þar sem jöfnuður ríkir, er meiri velsæld og heilsa fólks betri.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar