Nýjum þunglyndislyfjum gæti seinkað 25. maí 2010 03:30 Um 30 þúsund manns fengu ávísað þunglyndislyfjum hér á landi á síðasta ári. Það er um það bil tíundi hluti þjóðarinnar.Fréttablaðið/GVA Breytingar á greiðsluþátttöku heilbrigðisyfirvalda á þunglyndislyfjum gætu þýtt að ný lyf komi seinna á markað hér á landi, en ættu ekki að hafa neikvæð áhrif á meðferð þunglyndissjúklinga, segir Þórður Sigmundsson, yfirlæknir á bráðamóttökudeild geðsviðs Landspítalans. Samkvæmt nýrri reglugerð munu stjórnvöld aðeins niðurgreiða hagkvæmustu þunglyndislyfin eftir 1. júní. Fjölnota lyfseðlar sem gefnir eru út fyrir þann tíma gilda þó áfram með fullri niðurgreiðslu til 1. október. Dugi hagkvæmustu lyfin ekki getur læknir sótt um undanþágu fyrir sjúklinga svo dýrari lyf verði niðurgreidd. Kostnaður heilbrigðiskerfisins við þunglyndislyf var rúmlega einn milljarður króna á síðasta ári. Með breytingum á niðurgreiðslukerfinu er ætlunin að spara milli 200 og 300 milljónir króna á ári, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Um 30 þúsund manns fengu ávísað þunglyndislyfjum á síðasta ári. Það jafngildir því að næstum því tíundi hver landsmaður hafi fengið slík lyf. „Þetta mun hafa þær afleiðingar að sjúklingar sem byrja í meðferð þurfa að byrja á hagkvæmustu lyfjunum,“ segir Þórður. Hann leggur áherslu á að þótt það séu ef til vill ekki nýjustu lyfin séu þau lyf áfram virk og mjög gagnleg. Ef þau lyf gagnist ekki sé hægt að sækja um undanþágu til að fá niðurgreiðslu á öðrum lyfjum. Þegar ný lyf koma á markað eru þau yfirleitt dýrari en lyf sem hafa verið lengur á markaði, sér í lagi ef einkaleyfi framleiðandans er runnið út og ódýrari samheitalyf komin á markað. Þórður segir breytingar á þátttöku í lyfjakostnaði geta orðið til þess að nýrri lyf komi seinna á markað hér á landi. Erfitt gæti orðið fyrir innflytjendur að koma lyfjum á markað þar sem ekki verði eins auðvelt að ávísa á þau. „Þetta skerðir aðeins val lækna í byrjun, en það verður að segjast að langflest lyf falla innan þessa ramma. Við erum alls ekki að tala um gömul lyf eða úrelta meðferð,“ segir Þórður. Í tilkynningu frá Frumtökum, samtökum framleiðenda frumlyfja, segir að breytingar á greiðsluþátttöku komi niður á um 40 prósentum þunglyndissjúklinga. Þar er bent á að beinn kostnaður vegna þunglyndislyfja sé aðeins um eitt prósent af heildarkostnaði samfélagsins við sjúkdóminn. Lakari verkun eða aukaverkanir af lyfjum geti bakað samfélaginu umtalsverðan kostnað og yfirskyggt skammtíma sparnaðaraðgerðir margfalt. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum er notkun og kostnaður vegna þunglyndislyfja hvergi meiri en á Íslandi. Notkun dýrari þunglyndislyfja sé hlutfallslega meiri hér á landi en á Norðurlöndunum. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Breytingar á greiðsluþátttöku heilbrigðisyfirvalda á þunglyndislyfjum gætu þýtt að ný lyf komi seinna á markað hér á landi, en ættu ekki að hafa neikvæð áhrif á meðferð þunglyndissjúklinga, segir Þórður Sigmundsson, yfirlæknir á bráðamóttökudeild geðsviðs Landspítalans. Samkvæmt nýrri reglugerð munu stjórnvöld aðeins niðurgreiða hagkvæmustu þunglyndislyfin eftir 1. júní. Fjölnota lyfseðlar sem gefnir eru út fyrir þann tíma gilda þó áfram með fullri niðurgreiðslu til 1. október. Dugi hagkvæmustu lyfin ekki getur læknir sótt um undanþágu fyrir sjúklinga svo dýrari lyf verði niðurgreidd. Kostnaður heilbrigðiskerfisins við þunglyndislyf var rúmlega einn milljarður króna á síðasta ári. Með breytingum á niðurgreiðslukerfinu er ætlunin að spara milli 200 og 300 milljónir króna á ári, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Um 30 þúsund manns fengu ávísað þunglyndislyfjum á síðasta ári. Það jafngildir því að næstum því tíundi hver landsmaður hafi fengið slík lyf. „Þetta mun hafa þær afleiðingar að sjúklingar sem byrja í meðferð þurfa að byrja á hagkvæmustu lyfjunum,“ segir Þórður. Hann leggur áherslu á að þótt það séu ef til vill ekki nýjustu lyfin séu þau lyf áfram virk og mjög gagnleg. Ef þau lyf gagnist ekki sé hægt að sækja um undanþágu til að fá niðurgreiðslu á öðrum lyfjum. Þegar ný lyf koma á markað eru þau yfirleitt dýrari en lyf sem hafa verið lengur á markaði, sér í lagi ef einkaleyfi framleiðandans er runnið út og ódýrari samheitalyf komin á markað. Þórður segir breytingar á þátttöku í lyfjakostnaði geta orðið til þess að nýrri lyf komi seinna á markað hér á landi. Erfitt gæti orðið fyrir innflytjendur að koma lyfjum á markað þar sem ekki verði eins auðvelt að ávísa á þau. „Þetta skerðir aðeins val lækna í byrjun, en það verður að segjast að langflest lyf falla innan þessa ramma. Við erum alls ekki að tala um gömul lyf eða úrelta meðferð,“ segir Þórður. Í tilkynningu frá Frumtökum, samtökum framleiðenda frumlyfja, segir að breytingar á greiðsluþátttöku komi niður á um 40 prósentum þunglyndissjúklinga. Þar er bent á að beinn kostnaður vegna þunglyndislyfja sé aðeins um eitt prósent af heildarkostnaði samfélagsins við sjúkdóminn. Lakari verkun eða aukaverkanir af lyfjum geti bakað samfélaginu umtalsverðan kostnað og yfirskyggt skammtíma sparnaðaraðgerðir margfalt. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum er notkun og kostnaður vegna þunglyndislyfja hvergi meiri en á Íslandi. Notkun dýrari þunglyndislyfja sé hlutfallslega meiri hér á landi en á Norðurlöndunum. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira