Valhöll eða „paradís“ 1. apríl 2010 06:00 Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um samfélagsmál Í fornum sið var haft fyrir satt að vopndauðir menn færu til Valhallar en risu síðan upp að morgni og berðust á ný. Vopndauði var þáttur í ímynd hetjunnar sem átti sér trygga endurkomu. Hrynjandi daganna var hin sama. Allt hneig í sama far, hringrás og endurreisn var tryggð. Lífið sigraði dauðann en til hvers? Er slík stríðshyggja eftirsóknarverð, vopnaglamur, hreystisókn, blóðsúthellingar, dauði hetju sem vaknar síðan til sama leiks á nýjum morgni, dag eftir dag?Endurnýjun í stað endurtekningarArnfríður GuðmundsdóttirPáskar eru önnur mynd endurnýjunar. Á páskum fagna kristnir menn sigri lífsins. Þar er ekki hrósað sigri hetju sem gengur til orustu heldur þess sem ögrar ofbeldinu með því að leggja niður vopn. Páskar eru hátíð sem hyllir lífið og allt sem stuðlar að eflingu þess. Kristinn upprisuboðskapur gengur út á það að allt verði nýtt. Ekkert er sem áður. Hringrás ofbeldis og eiginhagsmunahyggju er rofin. Ekki skal lengur haldið í fals og lygi. Kristinn upprisuskilningur umbreytir öllu. Ekki er sóst eftir meiru af því sama heldur upprisu til nýs lífs. Páskar opna veröldina og bjóða mönnum til róttækrar endurskoðunar á lífsháttum og gildum. Hvernig veröld viljum við?Baldur KristjánssonÁ örlagatímum í sögu okkar reynir á gildi. Hverskonar veröld viljum við byggja okkur og börnum okkar? Viljum við lífshætti af því tagi sem Jesús Kristur tjáði eða fýsir okkur frekar að leika víkinga í útrás? Því miður minnir samtíðin fremur á forn-heiðinn hugsunarhátt en kristinn. Svo virðist að æ fleirum sé það keppikefli að komast í gamla gírinn, rísa upp og berjast með sömu vopnum og áður. Boðskapurinn er einfaldur: Virkjum, byggjum orkufrek iðjuver, stuðlum að hergagnaframleiðslu og höldum í nýja útrás, nú með aðeins beittari vopnum og betri markaðssókn. Að kvöldi skulum við ekki falla. Markmiðið virðist vera það eitt að þjóðin nái sér á strik að nýju án þess að nokkuð breytist í grunninn, án þess að nokkuð sé hugsað upp á nýtt. Hvar örlar á nýrri stjórnarskrá, auknu lýðræði, öðrum samtalsmáta, breyttri afstöðu til náungans, til landsins? Hvar bregður fyrir nýrri birtu? Er Valhöll virkilega okkar sögustaður og því engin þörf fyrir páskasól og boðskap um að lífið lifi og fallnir menn megi breytast til hins betra . Stöðnun frekar en endurnýjunHjalti HugasonSvo virðist sem margir vilji ekki rísa upp til nýrra og betri hátta en vilji frekar endurtaka leikinn frá í gær. Þetta má ekki viðgangast. Við þurfum að vera tilbúin til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við eigum að fagna hinu nýja lífi, tileinka okkur nýjan hugsunarhátt, nýja samskiptahætti. Við getum ekki boðið komandi kynslóðum upp á meira af því sama. Höfundar eru guðfræðingar. Pétur PéturssonSólveig anna bóasdóttirSigrún ÓskarsdóttirSigurður Árni Þórðarson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um samfélagsmál Í fornum sið var haft fyrir satt að vopndauðir menn færu til Valhallar en risu síðan upp að morgni og berðust á ný. Vopndauði var þáttur í ímynd hetjunnar sem átti sér trygga endurkomu. Hrynjandi daganna var hin sama. Allt hneig í sama far, hringrás og endurreisn var tryggð. Lífið sigraði dauðann en til hvers? Er slík stríðshyggja eftirsóknarverð, vopnaglamur, hreystisókn, blóðsúthellingar, dauði hetju sem vaknar síðan til sama leiks á nýjum morgni, dag eftir dag?Endurnýjun í stað endurtekningarArnfríður GuðmundsdóttirPáskar eru önnur mynd endurnýjunar. Á páskum fagna kristnir menn sigri lífsins. Þar er ekki hrósað sigri hetju sem gengur til orustu heldur þess sem ögrar ofbeldinu með því að leggja niður vopn. Páskar eru hátíð sem hyllir lífið og allt sem stuðlar að eflingu þess. Kristinn upprisuboðskapur gengur út á það að allt verði nýtt. Ekkert er sem áður. Hringrás ofbeldis og eiginhagsmunahyggju er rofin. Ekki skal lengur haldið í fals og lygi. Kristinn upprisuskilningur umbreytir öllu. Ekki er sóst eftir meiru af því sama heldur upprisu til nýs lífs. Páskar opna veröldina og bjóða mönnum til róttækrar endurskoðunar á lífsháttum og gildum. Hvernig veröld viljum við?Baldur KristjánssonÁ örlagatímum í sögu okkar reynir á gildi. Hverskonar veröld viljum við byggja okkur og börnum okkar? Viljum við lífshætti af því tagi sem Jesús Kristur tjáði eða fýsir okkur frekar að leika víkinga í útrás? Því miður minnir samtíðin fremur á forn-heiðinn hugsunarhátt en kristinn. Svo virðist að æ fleirum sé það keppikefli að komast í gamla gírinn, rísa upp og berjast með sömu vopnum og áður. Boðskapurinn er einfaldur: Virkjum, byggjum orkufrek iðjuver, stuðlum að hergagnaframleiðslu og höldum í nýja útrás, nú með aðeins beittari vopnum og betri markaðssókn. Að kvöldi skulum við ekki falla. Markmiðið virðist vera það eitt að þjóðin nái sér á strik að nýju án þess að nokkuð breytist í grunninn, án þess að nokkuð sé hugsað upp á nýtt. Hvar örlar á nýrri stjórnarskrá, auknu lýðræði, öðrum samtalsmáta, breyttri afstöðu til náungans, til landsins? Hvar bregður fyrir nýrri birtu? Er Valhöll virkilega okkar sögustaður og því engin þörf fyrir páskasól og boðskap um að lífið lifi og fallnir menn megi breytast til hins betra . Stöðnun frekar en endurnýjunHjalti HugasonSvo virðist sem margir vilji ekki rísa upp til nýrra og betri hátta en vilji frekar endurtaka leikinn frá í gær. Þetta má ekki viðgangast. Við þurfum að vera tilbúin til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við eigum að fagna hinu nýja lífi, tileinka okkur nýjan hugsunarhátt, nýja samskiptahætti. Við getum ekki boðið komandi kynslóðum upp á meira af því sama. Höfundar eru guðfræðingar. Pétur PéturssonSólveig anna bóasdóttirSigrún ÓskarsdóttirSigurður Árni Þórðarson
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar