Sölvi Blöndal: Óvenjulega venjulegur Besti Sölvi Blöndal skrifar 25. maí 2010 14:05 Viku fyrir kosningar er eins og venjulega hlaupin taugaveiklun í fylgismenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík. Það er líklega það eina sem telja má venjulegt í konsingarbarráttunni. Öllu öðru virðist hafa verið snúið á haus fyrir tilstuðlan Besta flokksins og formanns hans, Jóns Gnarr. Svo virðist sem algert neyðarástand hafi skapast, svo mikið að sumir hafa jafnvel kallað eftir því að Besti flokkurinn dragi framboð sitt til baka. Annars gæti skapast hætta á því að Reykvíkingar kysu „vitlaust". En róttæku hjarta mínu til mikillar skelfingar hafa hörðustu árásirnar á Jón Gnarr og Besta flokkinn ekki komið frá lömuðu hægri. Þær hafa komið frá vinstri. Þar hefur formanni Besta verið líkt við forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi sem mun hafa verið í hópi ríkustu manna Evrópu um býsna langt skeið. Auður Berslusconi nemur um 10 milljörðum bandaríkjadollara. Meðal eigna Berslusconi, sem margsinnis hefur mátt sæta ásökunum um sérhagsmunapólitík og spillingu, eru stærstu einkareknu sjónvarps-, útvarps- og blaðamiðlar Ítalíu. Það er (ekki) leiðum að líkjast. En Berslusconi var árið 1994 og 2001 ekki kosinn til forystu í ítölskum stjórnmálum út á eitthvert grín. Í krafti auðs og valda og gríðarlegs fjölmiðlaveldis fór Berslusconi fram í umboði þeirra sem meira mega sín og hagsmuna þeirra og sinna eigin hefur hann gætt og gerir enn. Með öðrum orðum, pólitík Berlusconi er klassísk pólitík auðs, hagsmuna og valda, eitthvað sem við þekkjum mætavel á Íslandi. Ef venjuleg pólitík er hagsmunapólitík þá er formaður Besta flokksins aftur á móti allt annað en venjulegur stjórnmálamaður og enn síður auðmaður með fjölmiðlaveldi að baki sér. Að baki Besta standa ekki þeir er meira mega sín heldur ósköp venjulegir Reykvíkingar. Það er ekki auðvelt að skilgreina hugmyndafræði Besta á einfaldan hægri- vinstri kvarða, en þó má benda á að Jón Gnarr hefur skilgreint flokkinn sem stjórnleysingja- og súrrealistaflokk, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Ennfremur virðist sem flokkurinn, líkt og hinn sænski Piratpartiet, hafi frjálslynda afstöðu til málefna sem varða markaðinn og frelsi einstaklings til athafna. En það má einnig lesa í yfirlýsingar Besta að umhverfismál og velferðamál séu ofarlega á dagskrá. Framsetning Besta er á vissan hátt þversagnarkennd og póstmódernísk, en hið sama má segja um frammistöðu fimmflokkssins á seinasta kjörtímabili í Reykjavík. Í ljósi þess kemur gott gengi Besta í skoðunarkönnunum ekki á óvart. Þrátt fyrir skringilegheitin og formleysið þá er Besti þrátt fyrir allt óvenjulega venjulegur, nákvæmlega það sem íslensk stjórnmál þarfnast. Höfundur er meistaranemi í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viku fyrir kosningar er eins og venjulega hlaupin taugaveiklun í fylgismenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík. Það er líklega það eina sem telja má venjulegt í konsingarbarráttunni. Öllu öðru virðist hafa verið snúið á haus fyrir tilstuðlan Besta flokksins og formanns hans, Jóns Gnarr. Svo virðist sem algert neyðarástand hafi skapast, svo mikið að sumir hafa jafnvel kallað eftir því að Besti flokkurinn dragi framboð sitt til baka. Annars gæti skapast hætta á því að Reykvíkingar kysu „vitlaust". En róttæku hjarta mínu til mikillar skelfingar hafa hörðustu árásirnar á Jón Gnarr og Besta flokkinn ekki komið frá lömuðu hægri. Þær hafa komið frá vinstri. Þar hefur formanni Besta verið líkt við forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi sem mun hafa verið í hópi ríkustu manna Evrópu um býsna langt skeið. Auður Berslusconi nemur um 10 milljörðum bandaríkjadollara. Meðal eigna Berslusconi, sem margsinnis hefur mátt sæta ásökunum um sérhagsmunapólitík og spillingu, eru stærstu einkareknu sjónvarps-, útvarps- og blaðamiðlar Ítalíu. Það er (ekki) leiðum að líkjast. En Berslusconi var árið 1994 og 2001 ekki kosinn til forystu í ítölskum stjórnmálum út á eitthvert grín. Í krafti auðs og valda og gríðarlegs fjölmiðlaveldis fór Berslusconi fram í umboði þeirra sem meira mega sín og hagsmuna þeirra og sinna eigin hefur hann gætt og gerir enn. Með öðrum orðum, pólitík Berlusconi er klassísk pólitík auðs, hagsmuna og valda, eitthvað sem við þekkjum mætavel á Íslandi. Ef venjuleg pólitík er hagsmunapólitík þá er formaður Besta flokksins aftur á móti allt annað en venjulegur stjórnmálamaður og enn síður auðmaður með fjölmiðlaveldi að baki sér. Að baki Besta standa ekki þeir er meira mega sín heldur ósköp venjulegir Reykvíkingar. Það er ekki auðvelt að skilgreina hugmyndafræði Besta á einfaldan hægri- vinstri kvarða, en þó má benda á að Jón Gnarr hefur skilgreint flokkinn sem stjórnleysingja- og súrrealistaflokk, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Ennfremur virðist sem flokkurinn, líkt og hinn sænski Piratpartiet, hafi frjálslynda afstöðu til málefna sem varða markaðinn og frelsi einstaklings til athafna. En það má einnig lesa í yfirlýsingar Besta að umhverfismál og velferðamál séu ofarlega á dagskrá. Framsetning Besta er á vissan hátt þversagnarkennd og póstmódernísk, en hið sama má segja um frammistöðu fimmflokkssins á seinasta kjörtímabili í Reykjavík. Í ljósi þess kemur gott gengi Besta í skoðunarkönnunum ekki á óvart. Þrátt fyrir skringilegheitin og formleysið þá er Besti þrátt fyrir allt óvenjulega venjulegur, nákvæmlega það sem íslensk stjórnmál þarfnast. Höfundur er meistaranemi í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi og tónlistarmaður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun