Innlent

Ólíklegt að laun Más hækki

Allt bendir til að tillaga um að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra verði bætt upp kjararýrnun í kjölfar ákvörðunar kjararáðs verði dregin til baka.
Allt bendir til að tillaga um að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra verði bætt upp kjararýrnun í kjölfar ákvörðunar kjararáðs verði dregin til baka. Mynd/GVA

Allt bendir til að tillaga um að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra verði bætt upp kjararýrnun í kjölfar ákvörðunar kjararáðs verði dregin til baka.

„Ég geri ráð fyrir því. Ríkisstjórnin virðist mjög ákveðin í þessu máli," segir Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans. Tillagan, sem var borin upp á fimmtudag, féll í grýttan jarðveg í samfélaginu.

„Hlutirnir skerpast undir svona kringumstæðum. Uppi var ákveðin staða og ég taldi að mér bæri að fylgja tilteknum fyrirheitum sem voru gefin en svo hefur það breyst," segir Lára. - bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×