Innlent

Kuldakasti spáð um helgina - hátt í tíu stiga frost á Akureyri

Það verður ískalt um helgina.
Það verður ískalt um helgina. Mynd / Vilhelm Gunnarsson

Hún er köld spáin fyrir helgina en samkvæmt Veðurstofu Íslands verður fimm stiga frost á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn.

Þá er spáð níu stiga frosti á Akureyri og átta stiga frosti á Ísafirði. Kaldast verður á mið-hálendinu eða um 15 stiga frost.

Kuldinn heldur áfram að hrella landsmenn í byrjun næstu viku. Það er ekki fyrr en á þriðjudag-miðvikudag sem kortin fara að sýna rauðar tölur.

Hægt er að skoða veðurspána hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×