Erlent

Bóluefni við brjóstakrabbameini

Á hverju ári greinast um 110 íslenskra konur með brjóstakrabbamein.
Á hverju ári greinast um 110 íslenskra konur með brjóstakrabbamein.
Bandarískir vísindamenn segjast hafa þróað bóluefni sem komi í veg fyrir brjóstakrabbamein í músum. Næsta skref er að hefja tilraunir á mönnum.

Niðurstöðurnar voru birtar í fagtímaritinu Nature Medicine.

Að sögn ónæmislæknis sem stýrði rannsókninni er bóluefninu beint gegn prótíni sem finnst iðulega í brjóstakrabbameini. Í rannsókninni voru erfðabreyttar mýs sem var hætt við krabbameini sprautaðar með tvenns konar bóluefni. Annað innihélt mjólkurhvítu en hitt ekki. Engar músanna sem sprautaðar voru með mjólkurefninu fengu krabbamein en allar hinar. „Ef bóluefnið virkar hjá konum eins og hjá músum mun það marka vatnaskil í læknisfræðinni,“ segir Vincent Tuohy hjá Cleveland Clinic Lerner Research Institute. „Við vonumst til þess að einn góðan veðurdag getum við bólusett konur fyrir brjóstakrabbameini, rétt eins og við bólusetjum börn fyrir ýmis konar sjúkdómum.“

Vísindamennirnir leggja áherslu á að þróun bóluefnisins sé skammt á veg komin og þó nokkur ár þangað til það yrði aðgengilegt almenningi.- bs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×