Fyrsta plata Ladda í 20 ár 19. mars 2010 04:30 Laddi snýr aftur á plötu Eiríkur Fjalar syngur um kakkalakka á nýju Ladda-plötunni, Bland í poka. fréttablaðið/anton Tónlistarferill Ladda hefur setið á hakanum lengi, en nú verður breyting þar á: Ný plata með honum, sú fyrsta síðan Of feit fyrir mig kom út árið 1990, er væntanleg í júní. „Það er komið langt útgáfuhlé, ég veit nú bara ekki hvað veldur. Ég kom mér bara aldrei að þessu, einhvern veginn. Svo var farið að þrýsta á mann með plötu, og alltaf meira og meira, svo ég sagði bara ókei á endanum,“ segir Laddi. Platan verður ekta Ladda-plata á léttu nótunum með erlendum lögum í bland við frumsamin, en Laddi gerir alla texta. „Nei, nei, þetta er ekki konsept-plata um bankahrunið, enda væri það nú bara leiðinlegt!“ segir Laddi. „Þetta eru bara skemmtileg lög og skondnir textar. Það koma einhverjir karakterar við sögu, Eiríkur Fjalar, Saxi læknir og Mói til dæmis. Platan var tilbúin fyrir nokkru en það var svo mikið annað að gerast hjá mér að það var ákveðið að fresta henni. Svo ákváðum við að bæta einu lagi við sem við erum að taka upp núna. Fyrstu lögin af plötunni ættu að fara að heyrast bráðlega.“ Plötuna gerir Laddi með Björgvini Halldórssyni í Hljóðrita í Hafnarfirðinum. „Við byrjuðum á þessu fyrir ári síðan. Bó treður sér auðvitað að og tekur allar bakraddir. Platan heitir Bland í poka enda eru alls konar lög á henni. Eiríkur Fjalar er til dæmis með eldgamalt fyndið lag, „Flying purple people eater“. Hjá mér er það um kakkalakka. Ég fékk þá hugmynd á Majorka fyrir einu og hálfu ári síðan eftir að við fundum kakkalakka í íbúðinni okkar. Svo eru þarna lög eftir mig sem eru í mínum anda, ekkert rosalega mikið grín, en skondnir textar.“ Platan á að koma út 10. júní og Laddi er spenntur. „Ég held að þetta sé fín plata. Ég er allavega mjög bjartsýnn. Við erum að ræða málin hvernig sé best að fylgja henni eftir. Það stendur jafnvel til að gera eitt myndband. Eða tvö.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Tónlistarferill Ladda hefur setið á hakanum lengi, en nú verður breyting þar á: Ný plata með honum, sú fyrsta síðan Of feit fyrir mig kom út árið 1990, er væntanleg í júní. „Það er komið langt útgáfuhlé, ég veit nú bara ekki hvað veldur. Ég kom mér bara aldrei að þessu, einhvern veginn. Svo var farið að þrýsta á mann með plötu, og alltaf meira og meira, svo ég sagði bara ókei á endanum,“ segir Laddi. Platan verður ekta Ladda-plata á léttu nótunum með erlendum lögum í bland við frumsamin, en Laddi gerir alla texta. „Nei, nei, þetta er ekki konsept-plata um bankahrunið, enda væri það nú bara leiðinlegt!“ segir Laddi. „Þetta eru bara skemmtileg lög og skondnir textar. Það koma einhverjir karakterar við sögu, Eiríkur Fjalar, Saxi læknir og Mói til dæmis. Platan var tilbúin fyrir nokkru en það var svo mikið annað að gerast hjá mér að það var ákveðið að fresta henni. Svo ákváðum við að bæta einu lagi við sem við erum að taka upp núna. Fyrstu lögin af plötunni ættu að fara að heyrast bráðlega.“ Plötuna gerir Laddi með Björgvini Halldórssyni í Hljóðrita í Hafnarfirðinum. „Við byrjuðum á þessu fyrir ári síðan. Bó treður sér auðvitað að og tekur allar bakraddir. Platan heitir Bland í poka enda eru alls konar lög á henni. Eiríkur Fjalar er til dæmis með eldgamalt fyndið lag, „Flying purple people eater“. Hjá mér er það um kakkalakka. Ég fékk þá hugmynd á Majorka fyrir einu og hálfu ári síðan eftir að við fundum kakkalakka í íbúðinni okkar. Svo eru þarna lög eftir mig sem eru í mínum anda, ekkert rosalega mikið grín, en skondnir textar.“ Platan á að koma út 10. júní og Laddi er spenntur. „Ég held að þetta sé fín plata. Ég er allavega mjög bjartsýnn. Við erum að ræða málin hvernig sé best að fylgja henni eftir. Það stendur jafnvel til að gera eitt myndband. Eða tvö.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið