Samtök iðnaðarins og aflandskrónur Lúðvík Júlíusson skrifar 3. nóvember 2010 14:30 Síðustu daga hefur mikið verið rætt um að hleypa aflandskrónum inn í landið til að koma peningum í vinnu. Ég gagnrýni þessa hugmyndir og tel þær annað hvort mistök eða hreinlega byggja á vanþekkingu á peningamálum. Að hleypa inn aflandskrónum er eins og að prenta peninga, þeir sem fá þá fyrstir græða en allur almenningur tapar! Auðvitað er Orri Hauksson ánægður með að vera í hópi þeirra sem græðir.... en viljið þið vera í hópi þeirra sem tapar enn einu sinni? Það eru tvær leiðir til að stjórna peningamagni í umferð, annað hvort að stýra því beint eða með vöxtum. Ef peningamagni er stýrt beint þá ræður markaðurinn vöxtunum en ef peningamagni er stýrt með vöxtum þá ræður markaðurinn peningamagni. Síðari aðferðin er notuð hér á landi eins og í flest öllum vestrænum ríkjum. Ef verðbólga er að aukast þá er dregið úr eftirspurn í hagkerfinu með því að hækka vexti og þar með draga saman peningamagn í umferð. Sé samdráttur í hagkerfinu og verðbólgan lág þá eru vextir lækkaðir til að auka peningamagn í umferð og eftirspurn. Það er ljóst að engar krónur eru „atvinnulausar" hagkerfi þar sem peningamagn er breytilegt. Breytilegt peningamagn sér til þess að peningamagn vex þegar tækifæri eru fyrir hendi og dregst saman þegar tækifærum fækkar. Þeir peningar sem ekki finna sér vinnu miðað við stýrivexti eða markaðsvexti, sem ráðast af verðbólgu og hagsveiflum, fara í Seðlabankann. Það er ljóst að peningamagn og eftirspurn hafa áhrif á gengi krónunnar. Ef peningamagn er aukið þá lækkar gengi krónunnar en ef peningamagn er minnkað þá styrkist gengi krónunnar. Við núverandi aðstæður í efnahagslífinu þá er ljóst að lægri vextir munu auka eftirspurn og peningamagn í hagkerfinu sem mun leiða af sér lægri krónu og verðbólgu. Samtök iðnaðarins tala um aflandskrónur eins og þær hafi engin slæm áhrif á hagkerfið. Þær hafa auðvitað slæm áhrif á hagkerfið því annars væri ekki bannað að koma með þær til landsins. Samtök iðnaðarins vilja að leyft sé að nota þær í langtíma fjárfestingar. Í raun skiptir ekki máli í hvað þær eru notaðar. Þær auka eftirspurn en auka ekki verðmætasköpun á sama tíma sem mun leiða af sér lækkun krónunnar og hærri verðbólgu. Ef aflandskrónur hefðu ekki slæm áhrif þá væri best ef allar útflutningsatvinnugreinar fengju að nota þær því þá myndi hagur þeirra allra batna, eftirspurn og fjárfestingar myndu aukast og atvinnuleysi minnka. Ef allir fengju að nota aflandskrónur þá væri heldur enginn ójöfnuður á milli fjárfesta! Þetta væri frábær lausn úr kreppunni ef þetta væri því miður ekki hrein og tær peningaprentun og hækkar þar af leiðandi verðbólgu, erlendar skuldir og dregur úr lífskjörum! Það er ekki nóg með að aflandskrónurnar auka eftirspurn í hagkerfinu, heldur auka þær einnig eftirspurn eftir gjaldeyri! Ef Seðlabankinn freistast til að verja gengi krónunnar og kaupa krónur þá aukast erlendar skuldir og þar með verður skuldastaða Íslands verri án þess að nýjar gjaldeyristekjur hafi skapast. Það dregur augljóslega úr lífskjörum í landinu. Til þess að koma í veg fyrir þessar slæmu afleiðingar aflandskrónanna þá þyrfti Seðlabankinn að hækka vexti og draga þar með úr umframeftirspurn. Nettó áhrif aflandskrónanna fyrir hagkerfið yrðu því engar! Í raun yrðu þær verri en engar vegna þess að vextir yrðu hærri, eignir hafa færst frá almenningi til þeirra sem fengu að nota aflandskrónur og fyrirtæki sem ekki fá að njóta ávinnings af aflandskrónum verða að draga úr umsvifum sínum vegna hærri vaxta. Ekkert nýtt verður til verði aflandskrónum hleypt í landið eins og Samtök iðnaðarins sækjast eftir! Aflandskrónur skaða einungis hagkerfið og tefja fyrir langtíma atvinnuuppbyggingu og endurreisn landsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur mikið verið rætt um að hleypa aflandskrónum inn í landið til að koma peningum í vinnu. Ég gagnrýni þessa hugmyndir og tel þær annað hvort mistök eða hreinlega byggja á vanþekkingu á peningamálum. Að hleypa inn aflandskrónum er eins og að prenta peninga, þeir sem fá þá fyrstir græða en allur almenningur tapar! Auðvitað er Orri Hauksson ánægður með að vera í hópi þeirra sem græðir.... en viljið þið vera í hópi þeirra sem tapar enn einu sinni? Það eru tvær leiðir til að stjórna peningamagni í umferð, annað hvort að stýra því beint eða með vöxtum. Ef peningamagni er stýrt beint þá ræður markaðurinn vöxtunum en ef peningamagni er stýrt með vöxtum þá ræður markaðurinn peningamagni. Síðari aðferðin er notuð hér á landi eins og í flest öllum vestrænum ríkjum. Ef verðbólga er að aukast þá er dregið úr eftirspurn í hagkerfinu með því að hækka vexti og þar með draga saman peningamagn í umferð. Sé samdráttur í hagkerfinu og verðbólgan lág þá eru vextir lækkaðir til að auka peningamagn í umferð og eftirspurn. Það er ljóst að engar krónur eru „atvinnulausar" hagkerfi þar sem peningamagn er breytilegt. Breytilegt peningamagn sér til þess að peningamagn vex þegar tækifæri eru fyrir hendi og dregst saman þegar tækifærum fækkar. Þeir peningar sem ekki finna sér vinnu miðað við stýrivexti eða markaðsvexti, sem ráðast af verðbólgu og hagsveiflum, fara í Seðlabankann. Það er ljóst að peningamagn og eftirspurn hafa áhrif á gengi krónunnar. Ef peningamagn er aukið þá lækkar gengi krónunnar en ef peningamagn er minnkað þá styrkist gengi krónunnar. Við núverandi aðstæður í efnahagslífinu þá er ljóst að lægri vextir munu auka eftirspurn og peningamagn í hagkerfinu sem mun leiða af sér lægri krónu og verðbólgu. Samtök iðnaðarins tala um aflandskrónur eins og þær hafi engin slæm áhrif á hagkerfið. Þær hafa auðvitað slæm áhrif á hagkerfið því annars væri ekki bannað að koma með þær til landsins. Samtök iðnaðarins vilja að leyft sé að nota þær í langtíma fjárfestingar. Í raun skiptir ekki máli í hvað þær eru notaðar. Þær auka eftirspurn en auka ekki verðmætasköpun á sama tíma sem mun leiða af sér lækkun krónunnar og hærri verðbólgu. Ef aflandskrónur hefðu ekki slæm áhrif þá væri best ef allar útflutningsatvinnugreinar fengju að nota þær því þá myndi hagur þeirra allra batna, eftirspurn og fjárfestingar myndu aukast og atvinnuleysi minnka. Ef allir fengju að nota aflandskrónur þá væri heldur enginn ójöfnuður á milli fjárfesta! Þetta væri frábær lausn úr kreppunni ef þetta væri því miður ekki hrein og tær peningaprentun og hækkar þar af leiðandi verðbólgu, erlendar skuldir og dregur úr lífskjörum! Það er ekki nóg með að aflandskrónurnar auka eftirspurn í hagkerfinu, heldur auka þær einnig eftirspurn eftir gjaldeyri! Ef Seðlabankinn freistast til að verja gengi krónunnar og kaupa krónur þá aukast erlendar skuldir og þar með verður skuldastaða Íslands verri án þess að nýjar gjaldeyristekjur hafi skapast. Það dregur augljóslega úr lífskjörum í landinu. Til þess að koma í veg fyrir þessar slæmu afleiðingar aflandskrónanna þá þyrfti Seðlabankinn að hækka vexti og draga þar með úr umframeftirspurn. Nettó áhrif aflandskrónanna fyrir hagkerfið yrðu því engar! Í raun yrðu þær verri en engar vegna þess að vextir yrðu hærri, eignir hafa færst frá almenningi til þeirra sem fengu að nota aflandskrónur og fyrirtæki sem ekki fá að njóta ávinnings af aflandskrónum verða að draga úr umsvifum sínum vegna hærri vaxta. Ekkert nýtt verður til verði aflandskrónum hleypt í landið eins og Samtök iðnaðarins sækjast eftir! Aflandskrónur skaða einungis hagkerfið og tefja fyrir langtíma atvinnuuppbyggingu og endurreisn landsins!
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun