Svanhildur Hólm: Daglegt líf í Reykjavík 26. maí 2010 14:47 Reykjavík er á margan hátt frábær borg. Þar er heimili mitt og fjölskyldu minnar og innan borgarmarkanna sinnum við vinnu, börnin ganga í skóla og leikskóla og þar njótum við frístunda saman. Við erum ánægð með margt. Dagurinn byrjar á leikskólanum, sem er frábær. Þar nýtur dóttir okkar þjónustu, sem ég er sannfærð um að er á heimsmælikvarða. Þetta er leikskóli sem býður mikinn stöðugleika, sama starfsfólkið ár eftir ár, auk nýrra andlita öðru hverju sem hafa verið ánægjuleg viðbót við góðan hóp. Samdráttur í efnahagslífinu hefur ekki haft áhrif á þjónustu leikskólans við okkur, þótt einhverju hafi orðið að hnika til. Það hefur ekki heldur minnkað ánægju okkar með leikskólann, því þótt leikskólastjórinn hafi orðið að spara eitthvað, er það svo skynsamlega gert að maður getur ekki annað en dáðst að því. Skólar eldri barna okkar eru líka góðir. Þar leggur fólk sig fram um að mæta mismunandi þörfum nemendanna, veitir þeim stuðning ef á þarf að halda og tækifæri til að gera meira og betur þegar það á við. Það eru ekki allir steyptir í sama mót og ég kann að meta hversu vel kennarar og annað starfslið hlúir að börnunum okkar. Það er veganesti sem verður varla metið til fjár. Og fyrst talað er um nesti, eða öllu heldur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því: Það er gott að vita til þess að börnin geti fengið staðgóða máltíð í skólanum fyrir einungis 5000 krónur á mánuði. Þessi upphæð hefur ekki verið hækkuð þrátt fyrir að öll aðföng hafi hækkað í verði síðustu misseri. Það er líka mikils virði að sjá umhverfi okkar vel sinnt, að borgarstarfsmenn komi og lagfæri leiktækin á rólónum og sjái til þess að í kringum okkur sé hreint og snyrtilegt. Við reynum líka að leggja okkar af mörkum með góðri umgengni og trúum því að snyrtilegt umhverfi, sem er vel sinnt og vel við haldið geti af sér betri umgengni og meiri virðingu fyrir verðmætum. Maður tekur því sem sjálfsögðum hlut að hafa sundlaug steinsnar í burtu, sem er öllum opin frá morgni til kvölds alla daga, virka íþróttastarfsemi í hverfinu, útivistarsvæði í göngufæri og hjóla- og göngustíga út frá því sem bíða eftir að maður leggi þá undir fót, ef vel liggur á manni. Þetta er þó ekki sjálfsagður hlutur, ekki frekar en svo margt annað sem er á verksviði borgarinnar og vel er gert. Það má jafnvel segja að það stappi nærri kraftaverki að allt skuli ganga sinn vanagang í Reykjavíkurborg eftir efnahagshrunið. Við komumst varla í gegnum einn einasta dag án þess að vera minnt á þetta hrun með einhverjum hætti, en samt hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluta tekist að halda uppi þjónustu við borgarbúa, án þess að hækka skatta og skila borgarsjóði þrátt fyrir þetta hallalausum á síðasta ári. Ég vil halda áfram að búa við þennan stöðugleika og öryggi, bæði fyrir mig og börnin mín. Ég treysti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og hennar fólki til þess að tryggja það að Reykjavík verði áfram sá trausti rammi utan um daglegt líf fjölskyldu minnar sem hún er nú. En þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er á margan hátt frábær borg. Þar er heimili mitt og fjölskyldu minnar og innan borgarmarkanna sinnum við vinnu, börnin ganga í skóla og leikskóla og þar njótum við frístunda saman. Við erum ánægð með margt. Dagurinn byrjar á leikskólanum, sem er frábær. Þar nýtur dóttir okkar þjónustu, sem ég er sannfærð um að er á heimsmælikvarða. Þetta er leikskóli sem býður mikinn stöðugleika, sama starfsfólkið ár eftir ár, auk nýrra andlita öðru hverju sem hafa verið ánægjuleg viðbót við góðan hóp. Samdráttur í efnahagslífinu hefur ekki haft áhrif á þjónustu leikskólans við okkur, þótt einhverju hafi orðið að hnika til. Það hefur ekki heldur minnkað ánægju okkar með leikskólann, því þótt leikskólastjórinn hafi orðið að spara eitthvað, er það svo skynsamlega gert að maður getur ekki annað en dáðst að því. Skólar eldri barna okkar eru líka góðir. Þar leggur fólk sig fram um að mæta mismunandi þörfum nemendanna, veitir þeim stuðning ef á þarf að halda og tækifæri til að gera meira og betur þegar það á við. Það eru ekki allir steyptir í sama mót og ég kann að meta hversu vel kennarar og annað starfslið hlúir að börnunum okkar. Það er veganesti sem verður varla metið til fjár. Og fyrst talað er um nesti, eða öllu heldur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því: Það er gott að vita til þess að börnin geti fengið staðgóða máltíð í skólanum fyrir einungis 5000 krónur á mánuði. Þessi upphæð hefur ekki verið hækkuð þrátt fyrir að öll aðföng hafi hækkað í verði síðustu misseri. Það er líka mikils virði að sjá umhverfi okkar vel sinnt, að borgarstarfsmenn komi og lagfæri leiktækin á rólónum og sjái til þess að í kringum okkur sé hreint og snyrtilegt. Við reynum líka að leggja okkar af mörkum með góðri umgengni og trúum því að snyrtilegt umhverfi, sem er vel sinnt og vel við haldið geti af sér betri umgengni og meiri virðingu fyrir verðmætum. Maður tekur því sem sjálfsögðum hlut að hafa sundlaug steinsnar í burtu, sem er öllum opin frá morgni til kvölds alla daga, virka íþróttastarfsemi í hverfinu, útivistarsvæði í göngufæri og hjóla- og göngustíga út frá því sem bíða eftir að maður leggi þá undir fót, ef vel liggur á manni. Þetta er þó ekki sjálfsagður hlutur, ekki frekar en svo margt annað sem er á verksviði borgarinnar og vel er gert. Það má jafnvel segja að það stappi nærri kraftaverki að allt skuli ganga sinn vanagang í Reykjavíkurborg eftir efnahagshrunið. Við komumst varla í gegnum einn einasta dag án þess að vera minnt á þetta hrun með einhverjum hætti, en samt hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluta tekist að halda uppi þjónustu við borgarbúa, án þess að hækka skatta og skila borgarsjóði þrátt fyrir þetta hallalausum á síðasta ári. Ég vil halda áfram að búa við þennan stöðugleika og öryggi, bæði fyrir mig og börnin mín. Ég treysti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og hennar fólki til þess að tryggja það að Reykjavík verði áfram sá trausti rammi utan um daglegt líf fjölskyldu minnar sem hún er nú. En þú?
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar