Svanhildur Hólm: Daglegt líf í Reykjavík 26. maí 2010 14:47 Reykjavík er á margan hátt frábær borg. Þar er heimili mitt og fjölskyldu minnar og innan borgarmarkanna sinnum við vinnu, börnin ganga í skóla og leikskóla og þar njótum við frístunda saman. Við erum ánægð með margt. Dagurinn byrjar á leikskólanum, sem er frábær. Þar nýtur dóttir okkar þjónustu, sem ég er sannfærð um að er á heimsmælikvarða. Þetta er leikskóli sem býður mikinn stöðugleika, sama starfsfólkið ár eftir ár, auk nýrra andlita öðru hverju sem hafa verið ánægjuleg viðbót við góðan hóp. Samdráttur í efnahagslífinu hefur ekki haft áhrif á þjónustu leikskólans við okkur, þótt einhverju hafi orðið að hnika til. Það hefur ekki heldur minnkað ánægju okkar með leikskólann, því þótt leikskólastjórinn hafi orðið að spara eitthvað, er það svo skynsamlega gert að maður getur ekki annað en dáðst að því. Skólar eldri barna okkar eru líka góðir. Þar leggur fólk sig fram um að mæta mismunandi þörfum nemendanna, veitir þeim stuðning ef á þarf að halda og tækifæri til að gera meira og betur þegar það á við. Það eru ekki allir steyptir í sama mót og ég kann að meta hversu vel kennarar og annað starfslið hlúir að börnunum okkar. Það er veganesti sem verður varla metið til fjár. Og fyrst talað er um nesti, eða öllu heldur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því: Það er gott að vita til þess að börnin geti fengið staðgóða máltíð í skólanum fyrir einungis 5000 krónur á mánuði. Þessi upphæð hefur ekki verið hækkuð þrátt fyrir að öll aðföng hafi hækkað í verði síðustu misseri. Það er líka mikils virði að sjá umhverfi okkar vel sinnt, að borgarstarfsmenn komi og lagfæri leiktækin á rólónum og sjái til þess að í kringum okkur sé hreint og snyrtilegt. Við reynum líka að leggja okkar af mörkum með góðri umgengni og trúum því að snyrtilegt umhverfi, sem er vel sinnt og vel við haldið geti af sér betri umgengni og meiri virðingu fyrir verðmætum. Maður tekur því sem sjálfsögðum hlut að hafa sundlaug steinsnar í burtu, sem er öllum opin frá morgni til kvölds alla daga, virka íþróttastarfsemi í hverfinu, útivistarsvæði í göngufæri og hjóla- og göngustíga út frá því sem bíða eftir að maður leggi þá undir fót, ef vel liggur á manni. Þetta er þó ekki sjálfsagður hlutur, ekki frekar en svo margt annað sem er á verksviði borgarinnar og vel er gert. Það má jafnvel segja að það stappi nærri kraftaverki að allt skuli ganga sinn vanagang í Reykjavíkurborg eftir efnahagshrunið. Við komumst varla í gegnum einn einasta dag án þess að vera minnt á þetta hrun með einhverjum hætti, en samt hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluta tekist að halda uppi þjónustu við borgarbúa, án þess að hækka skatta og skila borgarsjóði þrátt fyrir þetta hallalausum á síðasta ári. Ég vil halda áfram að búa við þennan stöðugleika og öryggi, bæði fyrir mig og börnin mín. Ég treysti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og hennar fólki til þess að tryggja það að Reykjavík verði áfram sá trausti rammi utan um daglegt líf fjölskyldu minnar sem hún er nú. En þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er á margan hátt frábær borg. Þar er heimili mitt og fjölskyldu minnar og innan borgarmarkanna sinnum við vinnu, börnin ganga í skóla og leikskóla og þar njótum við frístunda saman. Við erum ánægð með margt. Dagurinn byrjar á leikskólanum, sem er frábær. Þar nýtur dóttir okkar þjónustu, sem ég er sannfærð um að er á heimsmælikvarða. Þetta er leikskóli sem býður mikinn stöðugleika, sama starfsfólkið ár eftir ár, auk nýrra andlita öðru hverju sem hafa verið ánægjuleg viðbót við góðan hóp. Samdráttur í efnahagslífinu hefur ekki haft áhrif á þjónustu leikskólans við okkur, þótt einhverju hafi orðið að hnika til. Það hefur ekki heldur minnkað ánægju okkar með leikskólann, því þótt leikskólastjórinn hafi orðið að spara eitthvað, er það svo skynsamlega gert að maður getur ekki annað en dáðst að því. Skólar eldri barna okkar eru líka góðir. Þar leggur fólk sig fram um að mæta mismunandi þörfum nemendanna, veitir þeim stuðning ef á þarf að halda og tækifæri til að gera meira og betur þegar það á við. Það eru ekki allir steyptir í sama mót og ég kann að meta hversu vel kennarar og annað starfslið hlúir að börnunum okkar. Það er veganesti sem verður varla metið til fjár. Og fyrst talað er um nesti, eða öllu heldur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því: Það er gott að vita til þess að börnin geti fengið staðgóða máltíð í skólanum fyrir einungis 5000 krónur á mánuði. Þessi upphæð hefur ekki verið hækkuð þrátt fyrir að öll aðföng hafi hækkað í verði síðustu misseri. Það er líka mikils virði að sjá umhverfi okkar vel sinnt, að borgarstarfsmenn komi og lagfæri leiktækin á rólónum og sjái til þess að í kringum okkur sé hreint og snyrtilegt. Við reynum líka að leggja okkar af mörkum með góðri umgengni og trúum því að snyrtilegt umhverfi, sem er vel sinnt og vel við haldið geti af sér betri umgengni og meiri virðingu fyrir verðmætum. Maður tekur því sem sjálfsögðum hlut að hafa sundlaug steinsnar í burtu, sem er öllum opin frá morgni til kvölds alla daga, virka íþróttastarfsemi í hverfinu, útivistarsvæði í göngufæri og hjóla- og göngustíga út frá því sem bíða eftir að maður leggi þá undir fót, ef vel liggur á manni. Þetta er þó ekki sjálfsagður hlutur, ekki frekar en svo margt annað sem er á verksviði borgarinnar og vel er gert. Það má jafnvel segja að það stappi nærri kraftaverki að allt skuli ganga sinn vanagang í Reykjavíkurborg eftir efnahagshrunið. Við komumst varla í gegnum einn einasta dag án þess að vera minnt á þetta hrun með einhverjum hætti, en samt hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluta tekist að halda uppi þjónustu við borgarbúa, án þess að hækka skatta og skila borgarsjóði þrátt fyrir þetta hallalausum á síðasta ári. Ég vil halda áfram að búa við þennan stöðugleika og öryggi, bæði fyrir mig og börnin mín. Ég treysti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og hennar fólki til þess að tryggja það að Reykjavík verði áfram sá trausti rammi utan um daglegt líf fjölskyldu minnar sem hún er nú. En þú?
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun