Opinbert starf fyrir alla? 25. febrúar 2010 06:00 Í þeirri aðlögun sem fram undan er í ríkisfjármálum verður illa komist hjá því að flestir hópar samfélagsins verði fyrir einhverri rýrnun lífskjara. Til að lágmarka þann skaða er mikilvægt að leiðarljós aðlögunar verði hagsýni, raunsæi og heildarhagsmunir. Þar knýr á um að stjórnvöld geri sér grein fyrir hagrænum afleiðingum þess að ójafnvægi myndist á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Á undanförnum áratug hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 30% og starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu um 55%, en á sama tíma hefur starfsmönnum á almennum vinnumarkaði einungis fjölgað um 3%. Frá hruni bankanna hefur lítil aðlögun átt sér stað meðal opinberra starfsmanna, en til marks um það fjölgaði þeim um 300 á milli áranna 2008 og 2009 á sama tíma og atvinnulausum fjölgaði um 10.000. Um þessar staðreyndir er ekki deilt. Nú nýlega gaf formaður BSRB frá sér yfirlýsingu um orsakir þessarar þróunar og kallaði samhliða eftir skýrari svörum af hálfu Viðskiptaráðs um ástæður þess að slíkt ójafnvægi milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins væri óheppilegt. Formaður BSRB telur að réttmætar forsendur séu fyrir fjölgun opinberra starfsmanna enda sé verkefnastaða opinberra starfsmanna betri en nokkru sinni áður. Að sama skapi gerir formaðurinn undirrituðum upp þá skoðun að „réttlát niðurstaða" í þessu máli feli í sér aukið atvinnuleysi í samfélaginu. Viðskiptaráð hefur á undanförnum vikum haldið uppi virkri umræðu um stöðu ríkisfjármála. Í skýrslu sem kynnt var í desember síðastliðnum var farið ítarlega yfir þróun í fjármálum hins opinbera undanfarna áratugi, lögð fram málefnaleg gagnrýni á fyrirliggjandi skattabreytingar og rökstuddar tillögur til úrbóta í ríkisfjármálum. Enn fremur er ástæða til að undirstrika þá staðreynd að í tillögum Viðskiptaráðs er lögð rík áhersla á að staðinn verði vörður um velferðarmál. Það vekur því nokkra furðu að óskað sé eftir nákvæmari útlistingu á skoðunum Viðskiptaráðs í þessum efnum, því fáir hafa talað skýrar. Það mætti aftur á móti varpa þeirri spurningu til forsvarsmanna stéttarfélaga opinberra starfsmanna hvernig þeir hafi hugsað sér að brúa 200 milljarða fjárlagahalla. Vandinn er ótvíræður og hverfur ekki þó um hann sé ekki rætt. Að sama skapi er ljóst að fullyrðingar um að hlutfallsleg fækkun opinberra starfsmanna leiði til aukins atvinnuleysis standast ekki nánari skoðun. Ef hægt væri að leiðrétta atvinnuleysi með fjölgun opinberra starfsmanna mætti spyrja af hverju þeim 15.000 einstaklingum sem nú eru án atvinnu er ekki boðið starf á vegum hins opinbera. Það er varla svo að um sé að ræða verri starfsmenn en starfa hjá hinu opinbera og líkt og formaður BSRB gerði grein fyrir ætti ekki að reynast vandasamt að verða þeim út um verkefni. Svarið er einfalt. Ef 15.000 manns væru ráðnir inn á meðalkjörum opinberra starfsmanna myndi árlegur launakostnaður ríkisins hækka um tæplega 100 milljarða króna. Þessa upphæð má hæglega tvöfalda ef bætt er við lífeyrisréttindum, húsnæði og öðrum rekstrarkostnaði sem störfunum fylgja. Með þessari einföldu lausn gegn atvinnuleysi stæðu stjórnvöld í þeim sporum að afla þyrfti 200 milljarða í viðbótartekjur. Það er óhugsandi að hægt væri að leggja á slíka skatta á heimili og fyrirtæki án þess að afleiðingin yrði fjöldauppsagnir, gjaldþrot fyrirtækja, kaupmáttarrýrnun og gríðarleg aukning á svartri atvinnustarfsemi. Í kjölfarið myndi fylgja meira atvinnuleysi og enn hærra hlutfall opinberra starfsmanna. Viðskiptaráð er því þvert á móti að reyna að verja störf með því að benda á það hættulega ójafnvægi sem myndast hefur á undanförnum árum. Verðmætasköpun einkageirans er grundvöllur þess að hægt sé að tryggja opinber störf til frambúðar og viðhalda því öfluga velferðarkerfi sem við búum við í dag. Formaður BSRB benti á í pistli sínum að umræða um atvinnumál sé viðkvæm í eðli sínu og krefjist yfirvegunar. Hvort tveggja er rétt, en hún krefst ekki síður raunsæis. Óraunhæfar væntingar um eðli hagkerfa eru því skammgóður vermir í baráttunni sem fram undan er í fjármálum hins opinbera. Fækkun starfa er alvarleg, hvort sem um er að ræða opinbera starfsmenn eða aðra. Viðskiptaráð hefur lagt fram tillögur sem miða að því að lágmarka röskun hagkerfisins vegna aðlögunar í ríkisfjármálum, stuðla að sköpun nýrra starfa, viðhalda almennri velferð og tryggja langtímasjálfbærni í ríkisfjármálum. Skýrari verður málflutningurinn varla. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri aðlögun sem fram undan er í ríkisfjármálum verður illa komist hjá því að flestir hópar samfélagsins verði fyrir einhverri rýrnun lífskjara. Til að lágmarka þann skaða er mikilvægt að leiðarljós aðlögunar verði hagsýni, raunsæi og heildarhagsmunir. Þar knýr á um að stjórnvöld geri sér grein fyrir hagrænum afleiðingum þess að ójafnvægi myndist á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Á undanförnum áratug hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 30% og starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu um 55%, en á sama tíma hefur starfsmönnum á almennum vinnumarkaði einungis fjölgað um 3%. Frá hruni bankanna hefur lítil aðlögun átt sér stað meðal opinberra starfsmanna, en til marks um það fjölgaði þeim um 300 á milli áranna 2008 og 2009 á sama tíma og atvinnulausum fjölgaði um 10.000. Um þessar staðreyndir er ekki deilt. Nú nýlega gaf formaður BSRB frá sér yfirlýsingu um orsakir þessarar þróunar og kallaði samhliða eftir skýrari svörum af hálfu Viðskiptaráðs um ástæður þess að slíkt ójafnvægi milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins væri óheppilegt. Formaður BSRB telur að réttmætar forsendur séu fyrir fjölgun opinberra starfsmanna enda sé verkefnastaða opinberra starfsmanna betri en nokkru sinni áður. Að sama skapi gerir formaðurinn undirrituðum upp þá skoðun að „réttlát niðurstaða" í þessu máli feli í sér aukið atvinnuleysi í samfélaginu. Viðskiptaráð hefur á undanförnum vikum haldið uppi virkri umræðu um stöðu ríkisfjármála. Í skýrslu sem kynnt var í desember síðastliðnum var farið ítarlega yfir þróun í fjármálum hins opinbera undanfarna áratugi, lögð fram málefnaleg gagnrýni á fyrirliggjandi skattabreytingar og rökstuddar tillögur til úrbóta í ríkisfjármálum. Enn fremur er ástæða til að undirstrika þá staðreynd að í tillögum Viðskiptaráðs er lögð rík áhersla á að staðinn verði vörður um velferðarmál. Það vekur því nokkra furðu að óskað sé eftir nákvæmari útlistingu á skoðunum Viðskiptaráðs í þessum efnum, því fáir hafa talað skýrar. Það mætti aftur á móti varpa þeirri spurningu til forsvarsmanna stéttarfélaga opinberra starfsmanna hvernig þeir hafi hugsað sér að brúa 200 milljarða fjárlagahalla. Vandinn er ótvíræður og hverfur ekki þó um hann sé ekki rætt. Að sama skapi er ljóst að fullyrðingar um að hlutfallsleg fækkun opinberra starfsmanna leiði til aukins atvinnuleysis standast ekki nánari skoðun. Ef hægt væri að leiðrétta atvinnuleysi með fjölgun opinberra starfsmanna mætti spyrja af hverju þeim 15.000 einstaklingum sem nú eru án atvinnu er ekki boðið starf á vegum hins opinbera. Það er varla svo að um sé að ræða verri starfsmenn en starfa hjá hinu opinbera og líkt og formaður BSRB gerði grein fyrir ætti ekki að reynast vandasamt að verða þeim út um verkefni. Svarið er einfalt. Ef 15.000 manns væru ráðnir inn á meðalkjörum opinberra starfsmanna myndi árlegur launakostnaður ríkisins hækka um tæplega 100 milljarða króna. Þessa upphæð má hæglega tvöfalda ef bætt er við lífeyrisréttindum, húsnæði og öðrum rekstrarkostnaði sem störfunum fylgja. Með þessari einföldu lausn gegn atvinnuleysi stæðu stjórnvöld í þeim sporum að afla þyrfti 200 milljarða í viðbótartekjur. Það er óhugsandi að hægt væri að leggja á slíka skatta á heimili og fyrirtæki án þess að afleiðingin yrði fjöldauppsagnir, gjaldþrot fyrirtækja, kaupmáttarrýrnun og gríðarleg aukning á svartri atvinnustarfsemi. Í kjölfarið myndi fylgja meira atvinnuleysi og enn hærra hlutfall opinberra starfsmanna. Viðskiptaráð er því þvert á móti að reyna að verja störf með því að benda á það hættulega ójafnvægi sem myndast hefur á undanförnum árum. Verðmætasköpun einkageirans er grundvöllur þess að hægt sé að tryggja opinber störf til frambúðar og viðhalda því öfluga velferðarkerfi sem við búum við í dag. Formaður BSRB benti á í pistli sínum að umræða um atvinnumál sé viðkvæm í eðli sínu og krefjist yfirvegunar. Hvort tveggja er rétt, en hún krefst ekki síður raunsæis. Óraunhæfar væntingar um eðli hagkerfa eru því skammgóður vermir í baráttunni sem fram undan er í fjármálum hins opinbera. Fækkun starfa er alvarleg, hvort sem um er að ræða opinbera starfsmenn eða aðra. Viðskiptaráð hefur lagt fram tillögur sem miða að því að lágmarka röskun hagkerfisins vegna aðlögunar í ríkisfjármálum, stuðla að sköpun nýrra starfa, viðhalda almennri velferð og tryggja langtímasjálfbærni í ríkisfjármálum. Skýrari verður málflutningurinn varla. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun