Menntun á umbrotatímum 25. febrúar 2010 06:00 Hvernig tryggjum við öfluga og heildstæða menntun á þeim umbrotatímum sem nú eru? Þessari spurningu standa allir frammi fyrir á hverjum degi sem lifa og hrærast í menntageiranum. Flest höfum við okkar eigin reynslu af menntakerfinu og skoðanir á þessu mikilvæga verkefni og jafnvel svör við mörgum brennandi spurningum en þurfum vettvang til að þróa þær frekar og koma þeim á framfæri. Þess vegna býður menntamálaráðuneytið til opinnar umræðu á Menntaþingi þann 5. mars nk. Á undarförnum árum hefur löggjöf um menntamál verið breytt þannig að segja má að allar meginstoðir menntakerfisins hafi verið teknar til endurskoðunar. Með nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og opinbera háskóla og einnig um kennaramenntun og námsgögn má fullyrða að mörkuð hafi verið ný menntastefna. Segja má að á örfáum árum hafi verið sett heildstæð löggjöf um menntakerfið allt. Um þessar mundir er unnið að innleiðingu hinnar nýju löggjafar með útgáfu reglugerða og þróun aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Á menntaþinginu verður gerð grein fyrir þessu starfi og kynntir grunnþættir nýrrar menntastefnu og meginviðmið náms og kennslu í skólakerfinu. Þessi tímamót leyfa okkur að spyrja róttækra spurninga um fyrirkomulag náms, s.s. hvort tímabært sé að endurskoða námstíma eða skil milli skólastiga. Aðrar spurningar sem velt verður upp tengjast þeim umbrotatímum sem við lifum og þurfum að laga okkur að, s.s. hvernig við tryggjum velferð í skólum hjá nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum á sama tíma og dregið er úr útgjöldum til skólamála. Þá skiptir líka máli að reyna að sjá fyrir sér sóknarfæri íslenska skólakerfisins og hvernig skólarnir geta tekið þátt í samfélagslegu uppbyggingarstarfi á Íslandi. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í umræðunni. Upplýsingar um Menntaþing má nálgast á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig tryggjum við öfluga og heildstæða menntun á þeim umbrotatímum sem nú eru? Þessari spurningu standa allir frammi fyrir á hverjum degi sem lifa og hrærast í menntageiranum. Flest höfum við okkar eigin reynslu af menntakerfinu og skoðanir á þessu mikilvæga verkefni og jafnvel svör við mörgum brennandi spurningum en þurfum vettvang til að þróa þær frekar og koma þeim á framfæri. Þess vegna býður menntamálaráðuneytið til opinnar umræðu á Menntaþingi þann 5. mars nk. Á undarförnum árum hefur löggjöf um menntamál verið breytt þannig að segja má að allar meginstoðir menntakerfisins hafi verið teknar til endurskoðunar. Með nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og opinbera háskóla og einnig um kennaramenntun og námsgögn má fullyrða að mörkuð hafi verið ný menntastefna. Segja má að á örfáum árum hafi verið sett heildstæð löggjöf um menntakerfið allt. Um þessar mundir er unnið að innleiðingu hinnar nýju löggjafar með útgáfu reglugerða og þróun aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Á menntaþinginu verður gerð grein fyrir þessu starfi og kynntir grunnþættir nýrrar menntastefnu og meginviðmið náms og kennslu í skólakerfinu. Þessi tímamót leyfa okkur að spyrja róttækra spurninga um fyrirkomulag náms, s.s. hvort tímabært sé að endurskoða námstíma eða skil milli skólastiga. Aðrar spurningar sem velt verður upp tengjast þeim umbrotatímum sem við lifum og þurfum að laga okkur að, s.s. hvernig við tryggjum velferð í skólum hjá nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum á sama tíma og dregið er úr útgjöldum til skólamála. Þá skiptir líka máli að reyna að sjá fyrir sér sóknarfæri íslenska skólakerfisins og hvernig skólarnir geta tekið þátt í samfélagslegu uppbyggingarstarfi á Íslandi. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í umræðunni. Upplýsingar um Menntaþing má nálgast á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar