Forsetinn þrýstir á Breta með Norðurskautsleiðinni 10. mars 2010 12:25 Viðskiptablaðið Financial Times segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þrýsti nú á Breta að gefa eftir í Icesavedeilunni með því að vísa í fyrirsjáanlega opnun Norðurskautsleiðarinnar.Í blaðinu segir að Mr Grimsson telji að staðsetning Íslands á útjarði bráðnandi Norðurskautssvæðisins muni verða blessun fyrir landið þegar það endurreisir efnahag sinn. „Ísland liggur í miðpunkti þeirra siglingaleiða sem eru að opnast. Það mun tengja Asíu á nýjan hátt við Evrópu og Norður Ameríku á svipaðan hátt og Súez skurðurinn gerði á sínum tíma," hefur blaðið eftir forsetanum.„Tilvísun hans í Súez, vettvang þekktra mistaka í utanríkisstefnu Breta á sjötta áratugnum, er aðvörun til Bretlands um að meira sé í húfi fyrir þá en peningar í áframhaldandi baráttu við Ísland um 3,9 milljarða evra sem töpuðust við hrun Icesave bankans," skrifar Financial Times.Ennfremur segir að Mr Grimsson vari sig á því að tengja ekki Iceasave beint við staðsetningu Íslands í heiminum. Hann er hinsvegar fljótur að benda á að bæði Kínverjar og Indverjar hafa sýnt Íslandi áhuga sem umskipunarstöð á Norðurskautssvæðinu. „Skilaboðin eru að Ísland er þjóð sem Bretar ættu að vera að sverma fyrir en ekki beita bolabrögðum," segir Financial Times.„Þú þarft að vera með harðlokuð augu til að sjá ekki mikilvægi norðursins í þróun alþjóðaviðskipta og orku. Þegar þú lítur á landakort sérðu að Ísland er í miðju þess," segir forsetinn.Financial Times segir að Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands hafi viðurkennt mikilvægi þess að fá Ísland inn á hringbraut Evrópu og hann hefur gefið í skyn að Bretar hafi áhuga á að vera sveigjanlegri í samningum við Íslendinga. „Við viljum að Íslands sé hluti af meginstraumi Evrópu," segir Darling. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Viðskiptablaðið Financial Times segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þrýsti nú á Breta að gefa eftir í Icesavedeilunni með því að vísa í fyrirsjáanlega opnun Norðurskautsleiðarinnar.Í blaðinu segir að Mr Grimsson telji að staðsetning Íslands á útjarði bráðnandi Norðurskautssvæðisins muni verða blessun fyrir landið þegar það endurreisir efnahag sinn. „Ísland liggur í miðpunkti þeirra siglingaleiða sem eru að opnast. Það mun tengja Asíu á nýjan hátt við Evrópu og Norður Ameríku á svipaðan hátt og Súez skurðurinn gerði á sínum tíma," hefur blaðið eftir forsetanum.„Tilvísun hans í Súez, vettvang þekktra mistaka í utanríkisstefnu Breta á sjötta áratugnum, er aðvörun til Bretlands um að meira sé í húfi fyrir þá en peningar í áframhaldandi baráttu við Ísland um 3,9 milljarða evra sem töpuðust við hrun Icesave bankans," skrifar Financial Times.Ennfremur segir að Mr Grimsson vari sig á því að tengja ekki Iceasave beint við staðsetningu Íslands í heiminum. Hann er hinsvegar fljótur að benda á að bæði Kínverjar og Indverjar hafa sýnt Íslandi áhuga sem umskipunarstöð á Norðurskautssvæðinu. „Skilaboðin eru að Ísland er þjóð sem Bretar ættu að vera að sverma fyrir en ekki beita bolabrögðum," segir Financial Times.„Þú þarft að vera með harðlokuð augu til að sjá ekki mikilvægi norðursins í þróun alþjóðaviðskipta og orku. Þegar þú lítur á landakort sérðu að Ísland er í miðju þess," segir forsetinn.Financial Times segir að Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands hafi viðurkennt mikilvægi þess að fá Ísland inn á hringbraut Evrópu og hann hefur gefið í skyn að Bretar hafi áhuga á að vera sveigjanlegri í samningum við Íslendinga. „Við viljum að Íslands sé hluti af meginstraumi Evrópu," segir Darling.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira