Erlent

Stjórnin þvertekur fyrir sátt

Mótmælendur brenndu bíldekk í miðborg höfuðborgar Taílands í gær. Útgöngubann tók gildi í gær og starfsmenn Rauða krossins voru sendir til hættulegustu staðanna að forða konum og eldra fólki burt. Fréttablaðið/AP
Mótmælendur brenndu bíldekk í miðborg höfuðborgar Taílands í gær. Útgöngubann tók gildi í gær og starfsmenn Rauða krossins voru sendir til hættulegustu staðanna að forða konum og eldra fólki burt. Fréttablaðið/AP

Taíland, AP Taílensk stjórnvöld hafna því að leita sátta við stjórnarandstæðinga með fulltingi Sameinuðu þjóðanna. Að minnsta kosti 31 hefur látist í átökum frá því á fimmtudag, þegar lögregla og herinn létu til skarar skríða gegn mótmælendum. Rauðstakkar hafa mótmælt í Bangkok um nokkurra mánaða skeið og krafist þess að forsætisráðherra landsins segi af sér og að efnt verði til kosninga.

Nattawut Saikua, einn af leiðtogum Rauðstakka, sagði mótmælendur reiðubúna til að setjast að samningaborði með ríkisstjórninni með milligöngu Sameinuðu þjóðanna, að því gefnu að herinn myndi draga sig í hlé. Ríkisstjórnin sló það af borðinu og sagði utanaðkomandi aðila ekki eiga að skipta sér af innanríkismálum Taílands.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í rúmlega tuttugu héruðum um allt landið - einkum í norðurhluta þess, höfuðvígi mótmælanda, Yfirvöld hvöttu konur og eldra fólk að forða sér úr hverfum sem eru á valdi mótmælenda fyrir daginn í dag og hafa óskað eftir aðstoð Rauða krossins. - bs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×