Erlent

Obama tilnefnir Kagan sem hæstaréttardómara

Elena Kagan hefur ekki starfað sem dómari. Hún hefur að mestum hluta starfað sem fræðimaður en frá því í fyrra hefur hún gegnt embætti ríkislögmanns.
Elena Kagan hefur ekki starfað sem dómari. Hún hefur að mestum hluta starfað sem fræðimaður en frá því í fyrra hefur hún gegnt embætti ríkislögmanns.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun síðar í dag tilnefna Elenu Kagan ríkislögmann sem hæstaréttardómara. Kagan er 50 ára og staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings tilnefninguna verður hún yngsti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún verður jafnframt fjórða konan til að gegna embætti hæstaréttardómara.

Kagan hefur ekki starfað sem dómari áður og því er erfitt að segja fyrir um skoðanir hennar í mörgum hitamálum sem Hæstiréttur hefur þurft að mæta, svo sem lögum um fóstureyðingar.

Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefninguna. Þegar Kagan var skipuð ríkislögmaður í mars á síðasta ári greiddu einungis sjö repúblíkanar í deildinni atkvæði með tillögu Obama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×