Erlent

Ekkert bendi til þátttöku talibana

Yfirvöld í Pakistan segja að ekkert bendi til þess að talibanar tengist hinni misheppnuðu sprengjuárás.
Yfirvöld í Pakistan segja að ekkert bendi til þess að talibanar tengist hinni misheppnuðu sprengjuárás. Mynd/AP
Yfirvöld í Pakistan segja að ekkert bendi til þess að talibanar hafi staðið á bak við hina misheppnuðu sprengjuárás á Times Square-torginu í New York um síðustu helgi. Engin sönnunargögn hafi komið fram sem styðji fullyrðingar Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og háttsettra embættismanna um að maðurinn sem var handtekinn vegna árásarinnar hafi dvalið í fimm mánuði í æfingarbúðum talibana í Pakistan og undirbúið sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×