Erlent

Rannsaka andlát tveggja barna á spænsku hóteli

Móðurinni hefur verið meinað að yfirgefa Spán í bili. Lloret de Mar er vinsæll ferðamannastaður.
Móðurinni hefur verið meinað að yfirgefa Spán í bili. Lloret de Mar er vinsæll ferðamannastaður.
Spænska lögreglan rannsakar nú andlát tveggja breskra barna á hótelbergi á ferðamannstaðnum Lloret de Mar í austurhluta landsins. Móðir þeirra óskaði eftir aðstoð en börnin, eins árs drengur og fimm ára gömul telpa, voru látin þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn.

Ekkert bendir til þess að börnin hafi verið beitt ofbeldi en lögregla verst allra fregna og ætlar að bíða niðurstaðna krufningar. Móðurinni hefur verið meinað að yfirgefa landið í bili.

Ferðamannastaðurinn Lloret de Mar er um 70 kílómetra frá Barcelona og nýtur mikilla vinsælda meðal breskra ferðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×