Klíkusamfélagið - Flokksræðið gegn fólkinu - Vilmundur Gylfason – Úrbætur Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. nóvember 2010 09:08 Ef spurt er, hver ber ábyrgð á gangi mála í þingræðisríki? Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins? Hver á að gæta hagsmuna almennings og tryggja að ríkisvaldið sé ekki notað til að skerða eigur almennings? Sleppa má að svara þessum spurningum. Fyrir Jón og Gunnu sem mæta á fjögurra ára fresti til að velja þá sem bera eiga ábyrgð á stjórn landsins er þetta ekki flókið. Í þingræðisríki liggja völdin hjá þinginu. Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Ef benda ætti á eina orsök fyrir Hruninu þá er hún sú að við höfum búið í sjúku klíkusamfélagi undafarin ár. Það er afleiðing skorts á lýðræði, úrelts flokkakerfis og kosningafyrirkomulags sem allt hefur leitt af sér veikt stjórnkerfi. Stofnanavæðing þessa er í íslenska flokkakerfinu og flokksræðinu. Flokksræðið hefur haft mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þeir nánast skilgreint sig út frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Það er nánast hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna hann við flokk og tengja ætt hans við flokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu ekki hin frjálsi markaður. Ísland var líka fátækara ríki en nágranna löndin og einangrað. Flokkarnir réðu því meira að segja því hvaða baðverðir voru ráðnir í sundlaugar landsins og húsverðir í skólana. Þessi menning er sögð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með pólitískum embættisveitingum sl. ár. Efast má reyndar um að menningin hafi endurnýjast heldur hafi hún alltaf verið til staðar, en bara komist opinbera umræðu. Stjórnlagaþing þarf að breyta þessu! Í nóvember árið 1982 flutti Vilmundur Gylfason ræðu um flokksræðið gegn fólkinu. Það er án nokkurs vafa ein magnaðasta ræða lýðveldistímann. Þar er lýsir hann áhrifum flokksræðisins. Umfjöllun mína um ræðuna og vefslóða á ræðuna má sjá hér. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Hann lýsir þar valdakerfinu sem þröngum og lokuðum flokksvöldum. Stjórnkerfinu lýsir hann sem forspilltu og talar um flokkakerfið sem þrönga og lokaða lágkúru. Einnig um eignatilfærslu vegna ónýts stjórnkerfis. Hann talar um flokksvöldin þar sem menn eru að vernda aðstöðu sérhagsmuna og gegnsýrir allt samfélagið. Ísland er á margan hátt gott samfélagið þar sem býr skemmtileg þjóð á margan hátt. Stjórnlagaþing á hins vegar ekki að fjalla um það í vinnu sinni. Í þeirri endur skoðun á grundvelli stjórnkerfisins sem stjórnlagaþingi er ætlað á að hafa í huga veikleika íslensks samfélags frekar en augljósa kosti og styrkleika. Þar þarf að hafa í huga að við búum í ótrúlega fámennu landi í sjálfstæðri ríkisheild, þar sem náin tengsl eru á milli manna sem hefur áhrif á stjórnkerfið og samfélagið allt. Með því að gera sér grein fyrir veikleikunum og bæta úr þeim og laga það sem miður hefur farið er hægt að gera úrbætur. Það er verkefni stjórnlagaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ef spurt er, hver ber ábyrgð á gangi mála í þingræðisríki? Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins? Hver á að gæta hagsmuna almennings og tryggja að ríkisvaldið sé ekki notað til að skerða eigur almennings? Sleppa má að svara þessum spurningum. Fyrir Jón og Gunnu sem mæta á fjögurra ára fresti til að velja þá sem bera eiga ábyrgð á stjórn landsins er þetta ekki flókið. Í þingræðisríki liggja völdin hjá þinginu. Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Ef benda ætti á eina orsök fyrir Hruninu þá er hún sú að við höfum búið í sjúku klíkusamfélagi undafarin ár. Það er afleiðing skorts á lýðræði, úrelts flokkakerfis og kosningafyrirkomulags sem allt hefur leitt af sér veikt stjórnkerfi. Stofnanavæðing þessa er í íslenska flokkakerfinu og flokksræðinu. Flokksræðið hefur haft mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þeir nánast skilgreint sig út frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Það er nánast hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna hann við flokk og tengja ætt hans við flokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu ekki hin frjálsi markaður. Ísland var líka fátækara ríki en nágranna löndin og einangrað. Flokkarnir réðu því meira að segja því hvaða baðverðir voru ráðnir í sundlaugar landsins og húsverðir í skólana. Þessi menning er sögð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með pólitískum embættisveitingum sl. ár. Efast má reyndar um að menningin hafi endurnýjast heldur hafi hún alltaf verið til staðar, en bara komist opinbera umræðu. Stjórnlagaþing þarf að breyta þessu! Í nóvember árið 1982 flutti Vilmundur Gylfason ræðu um flokksræðið gegn fólkinu. Það er án nokkurs vafa ein magnaðasta ræða lýðveldistímann. Þar er lýsir hann áhrifum flokksræðisins. Umfjöllun mína um ræðuna og vefslóða á ræðuna má sjá hér. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Hann lýsir þar valdakerfinu sem þröngum og lokuðum flokksvöldum. Stjórnkerfinu lýsir hann sem forspilltu og talar um flokkakerfið sem þrönga og lokaða lágkúru. Einnig um eignatilfærslu vegna ónýts stjórnkerfis. Hann talar um flokksvöldin þar sem menn eru að vernda aðstöðu sérhagsmuna og gegnsýrir allt samfélagið. Ísland er á margan hátt gott samfélagið þar sem býr skemmtileg þjóð á margan hátt. Stjórnlagaþing á hins vegar ekki að fjalla um það í vinnu sinni. Í þeirri endur skoðun á grundvelli stjórnkerfisins sem stjórnlagaþingi er ætlað á að hafa í huga veikleika íslensks samfélags frekar en augljósa kosti og styrkleika. Þar þarf að hafa í huga að við búum í ótrúlega fámennu landi í sjálfstæðri ríkisheild, þar sem náin tengsl eru á milli manna sem hefur áhrif á stjórnkerfið og samfélagið allt. Með því að gera sér grein fyrir veikleikunum og bæta úr þeim og laga það sem miður hefur farið er hægt að gera úrbætur. Það er verkefni stjórnlagaþings.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar