Skipulag byggðar og lands – hefur það nú líka eitthvað með stjórnarskrána að gera? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 8. nóvember 2010 12:49 Áttundi nóvember ár hvert er helgaður skipulagsmálum undir merkjum alþjóðlega skipulagsdagsins eða „World Town Planning Day“. Þennan dag standa samtök fagfólks í skipulagsmálum víða um heim fyrir viðburðum og umræðu um tiltekin skipulagsviðfangsefni. Á alþjóðlega skipulagsdeginum í ár er athyglinni beint að skipulagi matvælaframleiðslu undir yfirskriftinni „Healthy people, healthy places, healthy planet: integrating food systems into the planning process“. Í tilefni dagsins er vefráðstefna helguð málefninu haldin dagana 8.- 9. nóvember (sjá http://www.planningtheworld.net/). Framleiðsla nægrar og heilnæmrar fæðu er sífellt brýnna viðfangsefni stjórnvalda og annarra þeirra sem fara með skipulag byggðar og lands. Vandinn er margþættur. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt, en á sama tíma eru loftslagsbreytingar að gjörbreyta og sumsstaðar kollvarpa möguleikum til fæðuframleiðslu vegna þurrka og jarðvegseyðingar. Svo ör hefur fólksfjölgunin verið að á næstu 50 árum þarf að líkindum að framleiða meiri matvæli, en sem nemur matvælaframleiðslu síðustu hundruðir ára samanlagt, til þess eins að brauðfæða heimsbyggðina. Að auki hefur víða verið komið á ómanneskjulegum verksmiðjubúskap til að auka framleiðni í landbúnaði, en sem um leið ógnar hugsanlega sjálfbærri landnotkun og þróun. Skipulag landbúnaðarsvæða og fæðuframleiðslu hefur fengið litla athygli hérlendis. Við höfum bruðlað með land og ekki skeytt um hvernig gengið er á gott landbúnaðarland með ágangi annarrar landnýtingar, s.s. útþenslu þéttbýlis, frístundabyggðar, búgarðabyggðar og skógræktar. Þema alþjóðlega skipulagsdagsins í ár er okkur fagfólki og stjórnmálafólki sem fer með skipulag lands og byggðar þörf áminning um að sinna þessu efni betur. Þá er einnig vert að hafa í huga að á næstu áratugum kann að koma til aukin ásókn erlendra aðila í jarðnæði og ferskvatn hér á landi til matvælaframleiðslu, eftir því sem ræktunarskilyrði batna hérlendis með mildara veðurfari. Hugsanlega þurfum við þá að takast á við spurningar um yfirráð og afgjald af jarðnæði og ferskvatni líkt og við erum að fást við nú varðandi orkulindir og orkuframleiðslu. Umræða undanfarinna missera um yfirráð yfir orkulindunum og sömuleiðis um framtíð matvælaframleiðslu í heiminum ætti að vekja okkur til umhugsunar. Við þurfum sem þjóð að skilgreina vel hvaða grundvallargildi eiga að ráða för við nýtingu lands og annarra auðlinda. Fram til þessa hefur það verið gert í markmiðsákvæðum einstakra laga, á borð við skipulagslög og lög um nýtingu auðlinda. Ég tel að við þurfum varanlegri og styrkari grundvöll hvað þetta áhrærir. Þar á ég auðvitað við þann grundvöll lagasetningar, stjórnsýslu og dóma sem settur er í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar þarf að skýra á afdráttarlausan hátt rétt fólks til umhverfis og auðlinda, eignarhald og annað sem lýtur að hagnýtingu þeirra og afrakstri. Þetta málefni varðar réttindi íslenskra borgara, jöfnuð þegnanna, jafnræði núlifandi og komandi kynslóða og hvort land verður nýtt hér í framtíðinni á sjálfbæran hátt, þannig að viðhaldið sé gæðum lands og náttúru fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Áttundi nóvember ár hvert er helgaður skipulagsmálum undir merkjum alþjóðlega skipulagsdagsins eða „World Town Planning Day“. Þennan dag standa samtök fagfólks í skipulagsmálum víða um heim fyrir viðburðum og umræðu um tiltekin skipulagsviðfangsefni. Á alþjóðlega skipulagsdeginum í ár er athyglinni beint að skipulagi matvælaframleiðslu undir yfirskriftinni „Healthy people, healthy places, healthy planet: integrating food systems into the planning process“. Í tilefni dagsins er vefráðstefna helguð málefninu haldin dagana 8.- 9. nóvember (sjá http://www.planningtheworld.net/). Framleiðsla nægrar og heilnæmrar fæðu er sífellt brýnna viðfangsefni stjórnvalda og annarra þeirra sem fara með skipulag byggðar og lands. Vandinn er margþættur. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt, en á sama tíma eru loftslagsbreytingar að gjörbreyta og sumsstaðar kollvarpa möguleikum til fæðuframleiðslu vegna þurrka og jarðvegseyðingar. Svo ör hefur fólksfjölgunin verið að á næstu 50 árum þarf að líkindum að framleiða meiri matvæli, en sem nemur matvælaframleiðslu síðustu hundruðir ára samanlagt, til þess eins að brauðfæða heimsbyggðina. Að auki hefur víða verið komið á ómanneskjulegum verksmiðjubúskap til að auka framleiðni í landbúnaði, en sem um leið ógnar hugsanlega sjálfbærri landnotkun og þróun. Skipulag landbúnaðarsvæða og fæðuframleiðslu hefur fengið litla athygli hérlendis. Við höfum bruðlað með land og ekki skeytt um hvernig gengið er á gott landbúnaðarland með ágangi annarrar landnýtingar, s.s. útþenslu þéttbýlis, frístundabyggðar, búgarðabyggðar og skógræktar. Þema alþjóðlega skipulagsdagsins í ár er okkur fagfólki og stjórnmálafólki sem fer með skipulag lands og byggðar þörf áminning um að sinna þessu efni betur. Þá er einnig vert að hafa í huga að á næstu áratugum kann að koma til aukin ásókn erlendra aðila í jarðnæði og ferskvatn hér á landi til matvælaframleiðslu, eftir því sem ræktunarskilyrði batna hérlendis með mildara veðurfari. Hugsanlega þurfum við þá að takast á við spurningar um yfirráð og afgjald af jarðnæði og ferskvatni líkt og við erum að fást við nú varðandi orkulindir og orkuframleiðslu. Umræða undanfarinna missera um yfirráð yfir orkulindunum og sömuleiðis um framtíð matvælaframleiðslu í heiminum ætti að vekja okkur til umhugsunar. Við þurfum sem þjóð að skilgreina vel hvaða grundvallargildi eiga að ráða för við nýtingu lands og annarra auðlinda. Fram til þessa hefur það verið gert í markmiðsákvæðum einstakra laga, á borð við skipulagslög og lög um nýtingu auðlinda. Ég tel að við þurfum varanlegri og styrkari grundvöll hvað þetta áhrærir. Þar á ég auðvitað við þann grundvöll lagasetningar, stjórnsýslu og dóma sem settur er í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar þarf að skýra á afdráttarlausan hátt rétt fólks til umhverfis og auðlinda, eignarhald og annað sem lýtur að hagnýtingu þeirra og afrakstri. Þetta málefni varðar réttindi íslenskra borgara, jöfnuð þegnanna, jafnræði núlifandi og komandi kynslóða og hvort land verður nýtt hér í framtíðinni á sjálfbæran hátt, þannig að viðhaldið sé gæðum lands og náttúru fyrir komandi kynslóðir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar