Hvernig geta einstaklingar haft áhrif innan lífeyrissjóðanna? Sigurveig Guðmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2010 06:00 Áberandi hefur verið í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi hve margir einstaklingar hafa lýst yfir sterkum skoðunum á starfsemi lífeyrissjóðanna. Þar af eru margir ósáttir við fjárfestingar og ákvarðanir þeirra. Jafnframt eru háværar raddir uppi um að sjóðfélagar geti lítil áhrif haft á starfsemi sjóðanna. Þeim finnist stjórnendur ósnertanlegir og að þeir sjálfir séu valdalausir. Talsverð óánægja virðist því víða ríkjandi meðal almennra félagsmanna lífeyrissjóðanna. Af þessu tilefni má benda á að það er ekki ritað í stein að starfsemi lífeyrissjóða eigi að vera óbreytt um aldur og ævi. Ef fólk vill breytingar eru þær mögulegar. Ekkert í lögum lífeyrissjóðanna segir til dæmis að stjórnir þeirra þurfi að vera skipaðar fulltrúum sveitarfélaga, vinnumarkaðarins eða annarra hagsmunaaðila. Þessari grein er ætlað að benda þeim sem vilja breytingar í lífeyrissjóði sínum á leiðir til að hrinda þeim í framkvæmd. Stjórnir sjóðanna eru skipaðar í samræmi við samþykktir þeirra. Í samþykktunum kemur fram með hvaða hætti er skipt um stjórn, hvernig kosið er á fundum, vægi atkvæða og hvað sjóðfélagar eru upplýstir um. Þessar samþykktir eru breytanlegar. Það sem hinn almenni félagi þarf því að gera er að fá aðra félaga með sér í að þrýsta á að stjórnirnar breyti samþykktum í þá átt sem þeir kjósa. Í samþykktum nokkurra sjóða kemur fram að ekki sé hægt að breyta þeim án samþykkis ákveðinna aðila. Þá þarf að fá þá aðila til að taka það ákvæði út úr samþykktunum. Lífeyrissjóðirnir eru eign sjóðfélaga viðkomandi sjóða og eiga því að þjóna þeim. Samþykktir geta hljóðað nánast hvernig sem er svo fremi sem þær samrýmast lögum og að lágmarksupplýsingar komi þar fram. Í þeim er til dæmis hægt að kveða á um að kosningar fari fram á ársfundum og að allir sjóðfélagar hafi kosningarétt. Einnig að ítarlegar upplýsingar um fjárfestingar lífeyrissjóðsins séu veittar sjóðfélögum til dæmis í hálfs árs yfirliti eða ársreikningum. Margir lífeyrissjóðir veita upplýsingar af þessu tagi í ársreikningi en mjög misjafnt er hversu ítarlegt það er. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að ganga svo langt að hafa raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðum þar sem hvert atkvæði sjóðfélaga telur og hann fær að kjósa um hverjar breytingar sjóðsins, stjórnina og jafnvel í hverju á að fjárfesta. Þetta felur þá jafnframt í sér að sjóðfélagar þurfa að kynna sér málin, mæta á ársfundi og vera meðvitaðir um að þeir hafi rödd eða atkvæði. Til þess að sjóðfélagi geti komið ábendingum á framfæri um eitthvað sem betur mætti fara í samþykktum eða gert kröfu um að stjórn lífeyrissjóðs upplýsi um tiltekin atriði í rekstrinum, er algengasta verklagið að tillaga skuli send til stjórnar með 6-8 vikna fyrirvara fyrir ársfund. Nákvæmara verklag varðandi breytingar á samþykktum er hins vegar tilgreint í samþykktum hvers sjóðs fyrir sig, en samþykktirnar er hægt að nálgast á heimasíðum lífeyrissjóðanna eða á skrifstofum þeirra. Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að gæta þess að eftirlitsskyldir aðilar fari að lögum og lögin beinast fyrst og fremst að því að gæta hagsmuna sjóðfélaga. Fjármálaeftirlitið hefur enga skoðun á samþykktum sjóðanna aðrar en að þær skuli vera í samræmi við lög. Þessum línum er ætlað að benda á leiðir sem almennir sjóðfélagar sem vilja breytingar geta farið, vilji þeir breyta samþykktum lífeyrissjóðanna. Leiðirnar velja þeir sjálfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áberandi hefur verið í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi hve margir einstaklingar hafa lýst yfir sterkum skoðunum á starfsemi lífeyrissjóðanna. Þar af eru margir ósáttir við fjárfestingar og ákvarðanir þeirra. Jafnframt eru háværar raddir uppi um að sjóðfélagar geti lítil áhrif haft á starfsemi sjóðanna. Þeim finnist stjórnendur ósnertanlegir og að þeir sjálfir séu valdalausir. Talsverð óánægja virðist því víða ríkjandi meðal almennra félagsmanna lífeyrissjóðanna. Af þessu tilefni má benda á að það er ekki ritað í stein að starfsemi lífeyrissjóða eigi að vera óbreytt um aldur og ævi. Ef fólk vill breytingar eru þær mögulegar. Ekkert í lögum lífeyrissjóðanna segir til dæmis að stjórnir þeirra þurfi að vera skipaðar fulltrúum sveitarfélaga, vinnumarkaðarins eða annarra hagsmunaaðila. Þessari grein er ætlað að benda þeim sem vilja breytingar í lífeyrissjóði sínum á leiðir til að hrinda þeim í framkvæmd. Stjórnir sjóðanna eru skipaðar í samræmi við samþykktir þeirra. Í samþykktunum kemur fram með hvaða hætti er skipt um stjórn, hvernig kosið er á fundum, vægi atkvæða og hvað sjóðfélagar eru upplýstir um. Þessar samþykktir eru breytanlegar. Það sem hinn almenni félagi þarf því að gera er að fá aðra félaga með sér í að þrýsta á að stjórnirnar breyti samþykktum í þá átt sem þeir kjósa. Í samþykktum nokkurra sjóða kemur fram að ekki sé hægt að breyta þeim án samþykkis ákveðinna aðila. Þá þarf að fá þá aðila til að taka það ákvæði út úr samþykktunum. Lífeyrissjóðirnir eru eign sjóðfélaga viðkomandi sjóða og eiga því að þjóna þeim. Samþykktir geta hljóðað nánast hvernig sem er svo fremi sem þær samrýmast lögum og að lágmarksupplýsingar komi þar fram. Í þeim er til dæmis hægt að kveða á um að kosningar fari fram á ársfundum og að allir sjóðfélagar hafi kosningarétt. Einnig að ítarlegar upplýsingar um fjárfestingar lífeyrissjóðsins séu veittar sjóðfélögum til dæmis í hálfs árs yfirliti eða ársreikningum. Margir lífeyrissjóðir veita upplýsingar af þessu tagi í ársreikningi en mjög misjafnt er hversu ítarlegt það er. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að ganga svo langt að hafa raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðum þar sem hvert atkvæði sjóðfélaga telur og hann fær að kjósa um hverjar breytingar sjóðsins, stjórnina og jafnvel í hverju á að fjárfesta. Þetta felur þá jafnframt í sér að sjóðfélagar þurfa að kynna sér málin, mæta á ársfundi og vera meðvitaðir um að þeir hafi rödd eða atkvæði. Til þess að sjóðfélagi geti komið ábendingum á framfæri um eitthvað sem betur mætti fara í samþykktum eða gert kröfu um að stjórn lífeyrissjóðs upplýsi um tiltekin atriði í rekstrinum, er algengasta verklagið að tillaga skuli send til stjórnar með 6-8 vikna fyrirvara fyrir ársfund. Nákvæmara verklag varðandi breytingar á samþykktum er hins vegar tilgreint í samþykktum hvers sjóðs fyrir sig, en samþykktirnar er hægt að nálgast á heimasíðum lífeyrissjóðanna eða á skrifstofum þeirra. Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að gæta þess að eftirlitsskyldir aðilar fari að lögum og lögin beinast fyrst og fremst að því að gæta hagsmuna sjóðfélaga. Fjármálaeftirlitið hefur enga skoðun á samþykktum sjóðanna aðrar en að þær skuli vera í samræmi við lög. Þessum línum er ætlað að benda á leiðir sem almennir sjóðfélagar sem vilja breytingar geta farið, vilji þeir breyta samþykktum lífeyrissjóðanna. Leiðirnar velja þeir sjálfir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun