Framleiðandi Toms Cruise í viðræðum við Íslendinga 26. júlí 2010 08:00 Paula Wagner ásamt Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes. Wagner og Cruise hafa unnið náið saman á undanförnum árum. nordicphotos/getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristinn Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur ákveðinn gæðastimpil á verkefnið sem við höfðum ekki áður,“ segir Kristinn, sem starfar sem framleiðandi hjá Sagafilm. Hann framleiðir einnig myndina ásamt Richard og Edwina Fork frá Írlandi. Wagner er stórlax í Hollywood sem hefur unnið í fjölda ára með Tom Cruise. Til að mynda hefur hún framleitt allar Mission Impossible-myndirnar, Valkyrie, War of the Worlds og The Last Samurai. „Við fórum á fund með Paulu í byrjun júní og höfum síðan verið í góðu sambandi við hana. Paula er búin að lesa handritið og er mjög hrifin af því og í beinu framhaldi hófust viðræður við hana. Auk þess standa nú yfir samningaviðræður við leikara en ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu við hverja er verið að tala við,“ segir Kristinn. Handritið að 66 gráður norður var valið inn á Co-pro hátíðina í Los Angeles í byrjun júní eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Hátíðin er haldin af framleiðandafélagi Bandaríkjanna, The Producers Guild of America, og eru fimm erlend handrit valin á hverju ári sem þykja hvað líklegust til að hljóta náð fyrir augum samframleiðenda í Bandaríkjunum. Margir þekktir framleiðendur óskuðu eftir fundum með Íslendingunum og sýndi Wagner handritinu hvað mestan áhuga. 66 gráður norður er spennutryllir í anda Hitchcock-myndanna og The Others, sem Wagner framleiddi einmitt líka. Um 20% myndarinnar verða tekin upp hér á landi en afgangurinn á Írlandi. Stefnt er að því að tökur hefjist næsta sumar í leikstjórn Egils Arnar Egilssonar, eða Eagle Egilssonar, og verður þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðsluáætlun hljóðar upp á um fimm milljónir evra, eða tæpar átta hundruð milljónir króna. „Við erum að vinna í að púsla þessu saman. Við vonumst eftir því að það verði sæmilega stór „casting“ skrifstofa í Bretlandi sem aðstoði okkur við að finna leikara í aðalhlutverkin,“ segir Kristinn. Líklegt er að Íslendingar fari með einhver aukahlutverk í myndinni en stóru hlutverkin verða í höndum þekktra erlendra leikara, enda verður myndin öll á ensku. freyr@frettabladid.is Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristinn Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur ákveðinn gæðastimpil á verkefnið sem við höfðum ekki áður,“ segir Kristinn, sem starfar sem framleiðandi hjá Sagafilm. Hann framleiðir einnig myndina ásamt Richard og Edwina Fork frá Írlandi. Wagner er stórlax í Hollywood sem hefur unnið í fjölda ára með Tom Cruise. Til að mynda hefur hún framleitt allar Mission Impossible-myndirnar, Valkyrie, War of the Worlds og The Last Samurai. „Við fórum á fund með Paulu í byrjun júní og höfum síðan verið í góðu sambandi við hana. Paula er búin að lesa handritið og er mjög hrifin af því og í beinu framhaldi hófust viðræður við hana. Auk þess standa nú yfir samningaviðræður við leikara en ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu við hverja er verið að tala við,“ segir Kristinn. Handritið að 66 gráður norður var valið inn á Co-pro hátíðina í Los Angeles í byrjun júní eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Hátíðin er haldin af framleiðandafélagi Bandaríkjanna, The Producers Guild of America, og eru fimm erlend handrit valin á hverju ári sem þykja hvað líklegust til að hljóta náð fyrir augum samframleiðenda í Bandaríkjunum. Margir þekktir framleiðendur óskuðu eftir fundum með Íslendingunum og sýndi Wagner handritinu hvað mestan áhuga. 66 gráður norður er spennutryllir í anda Hitchcock-myndanna og The Others, sem Wagner framleiddi einmitt líka. Um 20% myndarinnar verða tekin upp hér á landi en afgangurinn á Írlandi. Stefnt er að því að tökur hefjist næsta sumar í leikstjórn Egils Arnar Egilssonar, eða Eagle Egilssonar, og verður þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðsluáætlun hljóðar upp á um fimm milljónir evra, eða tæpar átta hundruð milljónir króna. „Við erum að vinna í að púsla þessu saman. Við vonumst eftir því að það verði sæmilega stór „casting“ skrifstofa í Bretlandi sem aðstoði okkur við að finna leikara í aðalhlutverkin,“ segir Kristinn. Líklegt er að Íslendingar fari með einhver aukahlutverk í myndinni en stóru hlutverkin verða í höndum þekktra erlendra leikara, enda verður myndin öll á ensku. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira