Framleiðandi Toms Cruise í viðræðum við Íslendinga 26. júlí 2010 08:00 Paula Wagner ásamt Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes. Wagner og Cruise hafa unnið náið saman á undanförnum árum. nordicphotos/getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristinn Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur ákveðinn gæðastimpil á verkefnið sem við höfðum ekki áður,“ segir Kristinn, sem starfar sem framleiðandi hjá Sagafilm. Hann framleiðir einnig myndina ásamt Richard og Edwina Fork frá Írlandi. Wagner er stórlax í Hollywood sem hefur unnið í fjölda ára með Tom Cruise. Til að mynda hefur hún framleitt allar Mission Impossible-myndirnar, Valkyrie, War of the Worlds og The Last Samurai. „Við fórum á fund með Paulu í byrjun júní og höfum síðan verið í góðu sambandi við hana. Paula er búin að lesa handritið og er mjög hrifin af því og í beinu framhaldi hófust viðræður við hana. Auk þess standa nú yfir samningaviðræður við leikara en ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu við hverja er verið að tala við,“ segir Kristinn. Handritið að 66 gráður norður var valið inn á Co-pro hátíðina í Los Angeles í byrjun júní eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Hátíðin er haldin af framleiðandafélagi Bandaríkjanna, The Producers Guild of America, og eru fimm erlend handrit valin á hverju ári sem þykja hvað líklegust til að hljóta náð fyrir augum samframleiðenda í Bandaríkjunum. Margir þekktir framleiðendur óskuðu eftir fundum með Íslendingunum og sýndi Wagner handritinu hvað mestan áhuga. 66 gráður norður er spennutryllir í anda Hitchcock-myndanna og The Others, sem Wagner framleiddi einmitt líka. Um 20% myndarinnar verða tekin upp hér á landi en afgangurinn á Írlandi. Stefnt er að því að tökur hefjist næsta sumar í leikstjórn Egils Arnar Egilssonar, eða Eagle Egilssonar, og verður þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðsluáætlun hljóðar upp á um fimm milljónir evra, eða tæpar átta hundruð milljónir króna. „Við erum að vinna í að púsla þessu saman. Við vonumst eftir því að það verði sæmilega stór „casting“ skrifstofa í Bretlandi sem aðstoði okkur við að finna leikara í aðalhlutverkin,“ segir Kristinn. Líklegt er að Íslendingar fari með einhver aukahlutverk í myndinni en stóru hlutverkin verða í höndum þekktra erlendra leikara, enda verður myndin öll á ensku. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristinn Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur ákveðinn gæðastimpil á verkefnið sem við höfðum ekki áður,“ segir Kristinn, sem starfar sem framleiðandi hjá Sagafilm. Hann framleiðir einnig myndina ásamt Richard og Edwina Fork frá Írlandi. Wagner er stórlax í Hollywood sem hefur unnið í fjölda ára með Tom Cruise. Til að mynda hefur hún framleitt allar Mission Impossible-myndirnar, Valkyrie, War of the Worlds og The Last Samurai. „Við fórum á fund með Paulu í byrjun júní og höfum síðan verið í góðu sambandi við hana. Paula er búin að lesa handritið og er mjög hrifin af því og í beinu framhaldi hófust viðræður við hana. Auk þess standa nú yfir samningaviðræður við leikara en ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu við hverja er verið að tala við,“ segir Kristinn. Handritið að 66 gráður norður var valið inn á Co-pro hátíðina í Los Angeles í byrjun júní eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Hátíðin er haldin af framleiðandafélagi Bandaríkjanna, The Producers Guild of America, og eru fimm erlend handrit valin á hverju ári sem þykja hvað líklegust til að hljóta náð fyrir augum samframleiðenda í Bandaríkjunum. Margir þekktir framleiðendur óskuðu eftir fundum með Íslendingunum og sýndi Wagner handritinu hvað mestan áhuga. 66 gráður norður er spennutryllir í anda Hitchcock-myndanna og The Others, sem Wagner framleiddi einmitt líka. Um 20% myndarinnar verða tekin upp hér á landi en afgangurinn á Írlandi. Stefnt er að því að tökur hefjist næsta sumar í leikstjórn Egils Arnar Egilssonar, eða Eagle Egilssonar, og verður þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðsluáætlun hljóðar upp á um fimm milljónir evra, eða tæpar átta hundruð milljónir króna. „Við erum að vinna í að púsla þessu saman. Við vonumst eftir því að það verði sæmilega stór „casting“ skrifstofa í Bretlandi sem aðstoði okkur við að finna leikara í aðalhlutverkin,“ segir Kristinn. Líklegt er að Íslendingar fari með einhver aukahlutverk í myndinni en stóru hlutverkin verða í höndum þekktra erlendra leikara, enda verður myndin öll á ensku. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira