Framleiðandi Toms Cruise í viðræðum við Íslendinga 26. júlí 2010 08:00 Paula Wagner ásamt Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes. Wagner og Cruise hafa unnið náið saman á undanförnum árum. nordicphotos/getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristinn Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur ákveðinn gæðastimpil á verkefnið sem við höfðum ekki áður,“ segir Kristinn, sem starfar sem framleiðandi hjá Sagafilm. Hann framleiðir einnig myndina ásamt Richard og Edwina Fork frá Írlandi. Wagner er stórlax í Hollywood sem hefur unnið í fjölda ára með Tom Cruise. Til að mynda hefur hún framleitt allar Mission Impossible-myndirnar, Valkyrie, War of the Worlds og The Last Samurai. „Við fórum á fund með Paulu í byrjun júní og höfum síðan verið í góðu sambandi við hana. Paula er búin að lesa handritið og er mjög hrifin af því og í beinu framhaldi hófust viðræður við hana. Auk þess standa nú yfir samningaviðræður við leikara en ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu við hverja er verið að tala við,“ segir Kristinn. Handritið að 66 gráður norður var valið inn á Co-pro hátíðina í Los Angeles í byrjun júní eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Hátíðin er haldin af framleiðandafélagi Bandaríkjanna, The Producers Guild of America, og eru fimm erlend handrit valin á hverju ári sem þykja hvað líklegust til að hljóta náð fyrir augum samframleiðenda í Bandaríkjunum. Margir þekktir framleiðendur óskuðu eftir fundum með Íslendingunum og sýndi Wagner handritinu hvað mestan áhuga. 66 gráður norður er spennutryllir í anda Hitchcock-myndanna og The Others, sem Wagner framleiddi einmitt líka. Um 20% myndarinnar verða tekin upp hér á landi en afgangurinn á Írlandi. Stefnt er að því að tökur hefjist næsta sumar í leikstjórn Egils Arnar Egilssonar, eða Eagle Egilssonar, og verður þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðsluáætlun hljóðar upp á um fimm milljónir evra, eða tæpar átta hundruð milljónir króna. „Við erum að vinna í að púsla þessu saman. Við vonumst eftir því að það verði sæmilega stór „casting“ skrifstofa í Bretlandi sem aðstoði okkur við að finna leikara í aðalhlutverkin,“ segir Kristinn. Líklegt er að Íslendingar fari með einhver aukahlutverk í myndinni en stóru hlutverkin verða í höndum þekktra erlendra leikara, enda verður myndin öll á ensku. freyr@frettabladid.is Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristinn Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur ákveðinn gæðastimpil á verkefnið sem við höfðum ekki áður,“ segir Kristinn, sem starfar sem framleiðandi hjá Sagafilm. Hann framleiðir einnig myndina ásamt Richard og Edwina Fork frá Írlandi. Wagner er stórlax í Hollywood sem hefur unnið í fjölda ára með Tom Cruise. Til að mynda hefur hún framleitt allar Mission Impossible-myndirnar, Valkyrie, War of the Worlds og The Last Samurai. „Við fórum á fund með Paulu í byrjun júní og höfum síðan verið í góðu sambandi við hana. Paula er búin að lesa handritið og er mjög hrifin af því og í beinu framhaldi hófust viðræður við hana. Auk þess standa nú yfir samningaviðræður við leikara en ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu við hverja er verið að tala við,“ segir Kristinn. Handritið að 66 gráður norður var valið inn á Co-pro hátíðina í Los Angeles í byrjun júní eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Hátíðin er haldin af framleiðandafélagi Bandaríkjanna, The Producers Guild of America, og eru fimm erlend handrit valin á hverju ári sem þykja hvað líklegust til að hljóta náð fyrir augum samframleiðenda í Bandaríkjunum. Margir þekktir framleiðendur óskuðu eftir fundum með Íslendingunum og sýndi Wagner handritinu hvað mestan áhuga. 66 gráður norður er spennutryllir í anda Hitchcock-myndanna og The Others, sem Wagner framleiddi einmitt líka. Um 20% myndarinnar verða tekin upp hér á landi en afgangurinn á Írlandi. Stefnt er að því að tökur hefjist næsta sumar í leikstjórn Egils Arnar Egilssonar, eða Eagle Egilssonar, og verður þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðsluáætlun hljóðar upp á um fimm milljónir evra, eða tæpar átta hundruð milljónir króna. „Við erum að vinna í að púsla þessu saman. Við vonumst eftir því að það verði sæmilega stór „casting“ skrifstofa í Bretlandi sem aðstoði okkur við að finna leikara í aðalhlutverkin,“ segir Kristinn. Líklegt er að Íslendingar fari með einhver aukahlutverk í myndinni en stóru hlutverkin verða í höndum þekktra erlendra leikara, enda verður myndin öll á ensku. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira