Erlent

20 manns látnir

Margir hafa látist í flóðum í Brasilíu síðastliðið rúma árið.
Margir hafa látist í flóðum í Brasilíu síðastliðið rúma árið.
Um 20 manns hafa látist í flóðum í norðausturhluta Brasilíu og 50 þúsund manns flúið heimili sín. Nokkrar borgir eru án rafmagns og samgöngur liggja niðri víðast hvar en ástandið er verst í Rio de Janeiro-héraði.

110 manns létust í maí í héraðinu eftir flóð og aurskriður og í apríl í fyrra urðu mikil flóð sem hröktu hundruð þúsundir á flótta og urðu rúmlega fjörtíu að bana. Flóðin þá voru voru þau verstu í Brasilíu svo áratugum skiptir.- jma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×