Innlent

Orkusala þarf að vera tryggð

Orkuveitan gerir ekki ráð fyrir að hefja framkvæmdir við Hverahlíðarvirkjun á næsta ári.Fréttablaðið/Vilhelm
Orkuveitan gerir ekki ráð fyrir að hefja framkvæmdir við Hverahlíðarvirkjun á næsta ári.Fréttablaðið/Vilhelm

Orkuveita Reykjavíkur (OR) gerir ekki ráð fyrir framkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun í fjárhagsáætlun næsta árs. Ráðgert var að orka þaðan, alls um 90 MW, yrði nýtt til að knýja fyrirhugað álver í Helguvík.

„Hún var tekin út af framkvæmdaáætlun á síðasta ári þar sem fyrirsjáanlegt var að síðustu áfangar Hellisheiðarvirkjunar myndu tefjast um alla vega eitt ár“ segir Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður OR. „Svo lá ekki fyrir að fyrirvarar í orkusölusamningum vegna virkjunarinnar yrðu uppfylltir.“ Hann segir viðræður standa yfir við tvo hugsanlega orkukaupendur, en ekki verði ráðist í framkvæmdir fyrr en orkusala verði tryggð. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×