Innlent

Silungar í sundi

Starfsfólki Árbæjarlaugarinnar brá heldur betur í brún þegar mætt var til vinnu í morgun en nokkrir silungar lágu þá fljótandi í djúpu lauginni.

Að sögn starfsfólksins voru fiskarnir sprelllifandi þegar aðilarnir komu þeim fyrir í lauginni, en starfsmaður laugarinnar eyddi fyrstu mínútunum í að veiða fiskana upp með háfi og gekk það verk ágætlega.

Fiskarnir sem hvorki eru vanir hitastigi laugarinnar né klórnum lifðu ekki lengi í lauginni en á neðansjávarmyndavélum mátti sjá þá synda í örskamma stund eftir að þeir voru settir út í.

Að öðru leyti vissi starfsfólk lítið um húmoristana, en öryggiskerfi laugarinnar fór ekki í gangi í nótt. Eftir að búið var að veiða silungana upp úr lauginni var hún þrifin og gerð klár fyrir sundgesti, sem sumir hverjir eyddu morgninum í að synda sínar ferðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×