Klárum dæmið 30. október 2010 06:15 Nokkrir þingmenn hófu upp raust sína fyrir skömmu og fóru fram á að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Rökin fyrir þessari kröfu eru haldlítil og svo óljós að erfitt er að henda reiður á þeim. Vafasömum fullyrðingum um vilja þings og þjóðar til þessa máls, mikinn kostnað og fulla aðlögun að Evrópusambandinu meðan á aðildarviðræðum stendur er haldið á lofti, svo fátt eitt sé nefnt. Hér er rétt að staldra við og leiða fram nokkrar staðreyndir. Meirihluti landsmanna, eða 64%, vill ljúka aðildarviðræðunum og fá að taka upplýsta afstöðu með eða á móti aðild þegar samningur liggur fyrir. Það sýnir m.a. skoðanakönnun MMR sem birtist í Fréttablaðinu í lok september sl. Allt tal um að þjóðin vilji hætta aðildarviðræðum er því úr lausu lofti gripið. Um kostnað vegna aðildarviðræðna má lesa í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis, sem samþykkt var í júlí 2009. Þar kemur fram að áætlaður beinn kostnaður vegna aðildarumsóknarinnar sé metinn á 400 milljónir króna fyrir tímabilið 2009–2012. Þar af er kostnaður utanríkisráðuneytisins áætlaður 300 milljónir en kostnaður annarra ráðuneyta 100 milljónir. Undir þennan kostnað fellur starfsmanna- og ferðakostnaður og aðkeypt sérfræðiráðgjöf. Á sama tíma er gert ráð fyrir að þýðingakostnaður verði samtals 590 milljónir króna en í nefndarálitinu kemur fram að ekki sé hægt að skilgreina hann sem beinan kostnað við aðildarviðræðurnar og eru færð rök fyrir því. Óttinn við fulla aðlögun á meðan á aðildarviðræðuferlinu stendur byggir á vanþekkingu sem rétt er að uppræta. Hér skulu nefnd dæmi um þrjú verkefni sem gætu fallið undir hina svokölluðu IPA-aðstoð Evrópusambandsins sem framangreindir þingmenn óttast svo mjög. Fyrst má nefna að nauðsynlegt er að þróa ýmsa gagnagrunna á sviði landbúnaðar. Hluti þeirra varðar landupplýsingar sem mikilvægt er að liggi fyrir við mótun samningsafstöðu Íslands en geta einnig nýst íslenskum stjórnvöldum við innlenda stefnumótun óháð aðild. ESB vill kosta þessa framkvæmd að miklu leyti og veita um leið íslenskum sérfræðingum dýrmæta þekkingu og störf í nokkur ár. Þá er ESB reiðubúið til að aðstoða okkur við að lækka hlutfall ófaglærðra á vinnumarkaði sem er mun hærra hér á landi en í aðildarríkjum sambandsins. ESB vill leggja okkur lið við að draga úr þessum mun með því að miðla til okkar þekkingu og reynslu frá einstökum ríkjum ESB og styrkja sí- og endurmenntun vítt og breitt um landið. Loks má nefna boð ESB um að veita okkur faglegan stuðning við að endurskipuleggja stuðningskerfi atvinnulífsins með það í huga að við getum tekið virkan þátt í rannsókna- og nýsköpunarstarfi Evrópusambandsins. Þetta eru þrjú dæmi um hina „hættulegu“ aðlögun að Evrópusambandinu og dæmi nú hver fyrir sig hversu skaðleg þessi verkefni eru íslensku samfélagi. Við skulum átta okkur á að þeim mun lengur sem við þráumst við að taka þátt í aðildarviðræðunum af skynsemi því meiri líkur eru á því að þessi tækifæri renni okkur úr greipum. Hættum þessari vitleysu, ljúkum aðildarviðræðunum og tökum svo upplýsta ákvörðum með eða móti aðild þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir þingmenn hófu upp raust sína fyrir skömmu og fóru fram á að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Rökin fyrir þessari kröfu eru haldlítil og svo óljós að erfitt er að henda reiður á þeim. Vafasömum fullyrðingum um vilja þings og þjóðar til þessa máls, mikinn kostnað og fulla aðlögun að Evrópusambandinu meðan á aðildarviðræðum stendur er haldið á lofti, svo fátt eitt sé nefnt. Hér er rétt að staldra við og leiða fram nokkrar staðreyndir. Meirihluti landsmanna, eða 64%, vill ljúka aðildarviðræðunum og fá að taka upplýsta afstöðu með eða á móti aðild þegar samningur liggur fyrir. Það sýnir m.a. skoðanakönnun MMR sem birtist í Fréttablaðinu í lok september sl. Allt tal um að þjóðin vilji hætta aðildarviðræðum er því úr lausu lofti gripið. Um kostnað vegna aðildarviðræðna má lesa í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis, sem samþykkt var í júlí 2009. Þar kemur fram að áætlaður beinn kostnaður vegna aðildarumsóknarinnar sé metinn á 400 milljónir króna fyrir tímabilið 2009–2012. Þar af er kostnaður utanríkisráðuneytisins áætlaður 300 milljónir en kostnaður annarra ráðuneyta 100 milljónir. Undir þennan kostnað fellur starfsmanna- og ferðakostnaður og aðkeypt sérfræðiráðgjöf. Á sama tíma er gert ráð fyrir að þýðingakostnaður verði samtals 590 milljónir króna en í nefndarálitinu kemur fram að ekki sé hægt að skilgreina hann sem beinan kostnað við aðildarviðræðurnar og eru færð rök fyrir því. Óttinn við fulla aðlögun á meðan á aðildarviðræðuferlinu stendur byggir á vanþekkingu sem rétt er að uppræta. Hér skulu nefnd dæmi um þrjú verkefni sem gætu fallið undir hina svokölluðu IPA-aðstoð Evrópusambandsins sem framangreindir þingmenn óttast svo mjög. Fyrst má nefna að nauðsynlegt er að þróa ýmsa gagnagrunna á sviði landbúnaðar. Hluti þeirra varðar landupplýsingar sem mikilvægt er að liggi fyrir við mótun samningsafstöðu Íslands en geta einnig nýst íslenskum stjórnvöldum við innlenda stefnumótun óháð aðild. ESB vill kosta þessa framkvæmd að miklu leyti og veita um leið íslenskum sérfræðingum dýrmæta þekkingu og störf í nokkur ár. Þá er ESB reiðubúið til að aðstoða okkur við að lækka hlutfall ófaglærðra á vinnumarkaði sem er mun hærra hér á landi en í aðildarríkjum sambandsins. ESB vill leggja okkur lið við að draga úr þessum mun með því að miðla til okkar þekkingu og reynslu frá einstökum ríkjum ESB og styrkja sí- og endurmenntun vítt og breitt um landið. Loks má nefna boð ESB um að veita okkur faglegan stuðning við að endurskipuleggja stuðningskerfi atvinnulífsins með það í huga að við getum tekið virkan þátt í rannsókna- og nýsköpunarstarfi Evrópusambandsins. Þetta eru þrjú dæmi um hina „hættulegu“ aðlögun að Evrópusambandinu og dæmi nú hver fyrir sig hversu skaðleg þessi verkefni eru íslensku samfélagi. Við skulum átta okkur á að þeim mun lengur sem við þráumst við að taka þátt í aðildarviðræðunum af skynsemi því meiri líkur eru á því að þessi tækifæri renni okkur úr greipum. Hættum þessari vitleysu, ljúkum aðildarviðræðunum og tökum svo upplýsta ákvörðum með eða móti aðild þegar þar að kemur.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun