Innlent

Íslendingur varð fyrir lest og lést

Frá Noregi
Frá Noregi Mynd/AFP
Íslenskur karlmaður lést er hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi klukkan hálf eitt í gærkvöldi. Í norskum fjölmiðlum kemur fram að maðurinn hafi verið að koma úr partýi og var á leið heim til sín.

Ekki er vitað afhverju hann fór á endastöð lestarinnar sem var verið að leggja fyrir nóttina. Lestin var mannlaus þegar að slysið varð en lögreglan hefur ekki enn lokið rannsókn á því.

Hann var tuttugu og þriggja ára gamall og búsettur í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×