Innlent

Þrír í haldi lögreglu eftir innbrotstilraun

Mennirnir þrír reyndu að brjótast inn í vinnuskúra í Rimahverfinu í Grafarvogi. Þeir eru í haldi lögreglu.
Mennirnir þrír reyndu að brjótast inn í vinnuskúra í Rimahverfinu í Grafarvogi. Þeir eru í haldi lögreglu. Mynd/Samsett mynd úr safni
Nóttin hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ósköp venjuleg, eins og varðstjóri orðaði það. Eitthvað var um fyllirí og pústra.

Þrír fullorðnir menn eru í haldi lögreglunnar eftir að hafa reynt að brjótast inn í vinnuskúra í Rimahverfi í Grafarvogi um tvö leytið í nótt. Lögreglan fékk tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu og þegar lögreglu bar að garði voru þeir að brjótast inn í vinnuskúr. Þeir verða yfirheyrðir í dag og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×