Innlent

Féll fimm metra í aparólu á Laugarvatni

Frá Laugarvatni
Frá Laugarvatni Mynd úr safni
Kona féll fjóra til fimm metra úr svokallaðri aparólu á Laugarvatni í dag. Á leiksvæði við tjaldsvæði er aparóla sem er föst við vír og hægt er að renna sér á dekki fram og til baka á vírnum. Keðjan sem heldur dekkinu uppi slitnaði þegar konan var á fullri ferð og féll hún í jörðina.

Konan kvartaði undan verkjum í hálsi og á bak, en ekki er vitað nánar um meiðsl hennar. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang og var hún flutt til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Lögreglan rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×