Erlent

Vilja að Danir og Svíar sendi tjöld fyrir björgunarmennina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi björgunarmanna streymir til Haítí. Þessir eru frá San Salvador.
Fjöldi björgunarmanna streymir til Haítí. Þessir eru frá San Salvador.
Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið Danmörku og Svíþjóð um að senda tjöld til að hýsa björgunarsveitamenn og aðra í Haítí. Þetta kemur fram á vef Danmarks Radio.

Ulla Tørnæs þróunarmálaráðherra í Danmörku segir að reynt verði að senda tjöldin á vettvang svo skjótt sem auðið er.

Fjöldi björgunarmanna streymir nú til Haítí, en eins og komið hefur fram voru íslensku björgunarmennirnir með allra fyrstu á staðinn. Þeir komu klukkan níu í gær að íslenskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×