Handbolti

Karabatic: Íslendingar fullir sjálfstrausts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Nikola Karabatic er frábær leikmaður.
Nikola Karabatic er frábær leikmaður. Mynd/AP

Nikola Karabatic er lykilmaður í franska landsliðinu sem mætir því íslenska í undanúrslitum á EM í handbolta í dag. Hann segist bera virðingu fyrir íslenska liðinu.

„Íslenska liðið er fullt sjálfstrausts og það hefur verið mikill hraði í þeirra leikjum," sagði Karabatic við franska fjölmiðla.

Claude Onesta landsliðsþjálfari tekur í svipaðan streng.

„Íslenska liðið er mjög gott og við þurfum að undirbúa okkur mjög vel fyrir leikinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×