Vituð þér enn - eða hvað? Gísli G Auðunsson skrifar 13. október 2010 08:43 „Byggð í landinu verður ekki viðhaldið með atvinnusköpun á vegum hins opinbera". Svo segir í leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 9.október. Í huga höfundar, Ólafs Stephensens (ÓS), virðist opinber þjónusta út á landsbyggðinni vera óþörf og flokkast undir „atvinnusköpun á vegum hins opinbera". Í kjölfarið fylgja svo hugleiðingar um „að ekki sé hægt að dreifa hátækni og sérfræðingum um landið, heldur verði að byggja slíka þjónustu upp á fáum stöðum - - " og vitnar þar í orð heilbrigðisráðherra. Ég er í sjálfu sér ekkert undrandi á þessu viðhorfi ÓS sem byggist á sorglegri, en að sumu leiti skiljanlegri fáfræði. En hitt veldur mér ekki aðeins undrun, heldur hreinum hrolli, að Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra skuli láta slík ummæli frá sér fara. Að hann, sjálfur ráðherra heilbrigðismála skuli ekki þekkja betur til þessa málaflokks. ÓS tekur Húsvíkinga sérstaklega fyrir og segir þá í góðri stöðu til að flytja sjúklinga með hraði á stórt sjúkrahús, sem er rétt undir flestum kringumstæðum. En það er bara alls ekki það sem málið snýst um og kem ég þar að fáfræðinni um starfsemi litlu sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. Þessi sjúkrahús eru með mjög takmarkaða starfsemi, flokkast undir það sem kallast „primary care hospitals" á heimsmálinu, mættu kallast fyrsta stigs sjúkrahús á okkar tungu. En eftir umræðunni mætti ætla að þessi sjúkrahús væru jafnvel með sömu starfsemi og útbúnað og Sjúkrahúsið á Akureyri. Og það er satt að segja makalaust að heilbrigðisráðherrann virðist ekki vita betur og talar um að „ ekki sé hægt að dreifa hátækni og sérfræðingum um landið". Og Björn Valur Gíslason, sem talað hefur fyrir þessum tillögum fjárlaganefndar, veit heldur ekki betur. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40 frá 27.mars 2007 og reglugerð um heilbrigðisumdæmi, sem sett er samkv. þeim, er talið upp hvar á landinu skulu vera „heilbrigðisstofnanir" og hvaða þjónustu þær eiga að veita. (Sjá reglug. um heilbrigðisumdæmi nr. 785/2007, I kafli, 2. gr.). En þar segir „- - að þær veiti almenna heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Með almennri heilbrigðisþjónustu er átt við heilsugæslu, þjónustu og hjúkrun á hjúkrunarheimilum og hjúkrunarrýmum stofnana og almenna sjúkrahúsþjónustu". Þetta er sú þjónusta sem Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) ber að veita íbúum Þingeyjarsýslna samkv. gildandi lögum og reglugerðum, og því til fullnustu rekur hún sex heilsugæslustöðvar (á Húsavík, Laugum, Reykjahlíð, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn), hjúkrunarheimili á Þórshöfn og almennt sjúkrahús á Húsavík. Og hvað er þá almennt sjúkrahús? Samkvæmt I.kafla laga um heilbrigðisþjónustu, grein 4:5, er almenn sjúkrahúsþjónusta þannig skilgreind: „Almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttaka, endurhæfing og nauðsynleg stoðdeildarþjónusta". Og það er nákvæmlega þessi þjónusta sem rekin er á HÞ. Það er löngu búið að leggja niður fæðingardeild og skurðdeild er nánast fyrir bí, en þar leigir einn skurðlæknir aðstöðu. Hann er ekki á launum hjá sjúkrahúsinu. Það er með endemum hvernig þetta mál hefur verið kynnt fyrir fjölmiðlum. Það er ekki annað að skilja en litlu sjúkrahúsin við heilbrigðisstofnanirnar séu hátæknisjúkrahús með sverm af sérfræðingum, nánast eins og sjúkrahúsið á Akureyri. En auðvitað er himin og haf þar á milli. Og það er hryggilegra en tárum taki að sjálfur heilbrigðisráðherrann virðist ekki betur upplýstur né heldur lykilmenn í fjárlaganefnd. Það sem þessi litlu sjúkrahús annast er fyrst og fremst almennar lyflækningar og hjúkrun við ýmsum bráðum sjúkdómum og nauðsynlegustu rannsóknir í því sambandi, umönnun og endurhæfing sjúklinga eftir aðgerðir á sérhæfðu sjúkrahúsunum, hjúkrun og önnur umönnun langlegu sjúklinga. Hvergi nokkurs staðar í heiminum veit ég dæmi þess að þessi þjónusta sé ódýrari á sérhæfðum sjúkrahúsum (secondary care hospitals) hvað þá á háskólasjúkrahúsum (tertiary care hospitals). Þvert á móti er hún margfalt dýrari á hátæknisjúkrahúsunum. Og nú virðist eiga að flytja nánast alla þjónustu litlu sjúkrahúsanna yfir á hátæknisjúkrahúsin. Bíðum við, þarf ekki að spara á Íslandi? Og á Þá að leggja niður aðhlynningarsjúkrahúsin og flytja þjónustu þeirra yfir á hátæknisjúkrahúsin? Hvað er eiginlega í gangi?, eins og fólkið segir. Enn ein tilraunin til að koma allri sjúkrahúsþjónustu undir stóru sjúkrahúsin og síðan reynt að slá ryki í augu alþingismanna og almennings og sagt að það sé verið að spara, það sé verið að leggja niður óþarfa stofnanir. Og því miður virðast sumir alþingismenn hafa látið blekkjast. Vituð þér enn - eða hvað? Gísli G Auðunsson Höfundur er læknir, sem starfað hefur í áratugi í Þingeyjarsýslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Byggð í landinu verður ekki viðhaldið með atvinnusköpun á vegum hins opinbera". Svo segir í leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 9.október. Í huga höfundar, Ólafs Stephensens (ÓS), virðist opinber þjónusta út á landsbyggðinni vera óþörf og flokkast undir „atvinnusköpun á vegum hins opinbera". Í kjölfarið fylgja svo hugleiðingar um „að ekki sé hægt að dreifa hátækni og sérfræðingum um landið, heldur verði að byggja slíka þjónustu upp á fáum stöðum - - " og vitnar þar í orð heilbrigðisráðherra. Ég er í sjálfu sér ekkert undrandi á þessu viðhorfi ÓS sem byggist á sorglegri, en að sumu leiti skiljanlegri fáfræði. En hitt veldur mér ekki aðeins undrun, heldur hreinum hrolli, að Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra skuli láta slík ummæli frá sér fara. Að hann, sjálfur ráðherra heilbrigðismála skuli ekki þekkja betur til þessa málaflokks. ÓS tekur Húsvíkinga sérstaklega fyrir og segir þá í góðri stöðu til að flytja sjúklinga með hraði á stórt sjúkrahús, sem er rétt undir flestum kringumstæðum. En það er bara alls ekki það sem málið snýst um og kem ég þar að fáfræðinni um starfsemi litlu sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. Þessi sjúkrahús eru með mjög takmarkaða starfsemi, flokkast undir það sem kallast „primary care hospitals" á heimsmálinu, mættu kallast fyrsta stigs sjúkrahús á okkar tungu. En eftir umræðunni mætti ætla að þessi sjúkrahús væru jafnvel með sömu starfsemi og útbúnað og Sjúkrahúsið á Akureyri. Og það er satt að segja makalaust að heilbrigðisráðherrann virðist ekki vita betur og talar um að „ ekki sé hægt að dreifa hátækni og sérfræðingum um landið". Og Björn Valur Gíslason, sem talað hefur fyrir þessum tillögum fjárlaganefndar, veit heldur ekki betur. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40 frá 27.mars 2007 og reglugerð um heilbrigðisumdæmi, sem sett er samkv. þeim, er talið upp hvar á landinu skulu vera „heilbrigðisstofnanir" og hvaða þjónustu þær eiga að veita. (Sjá reglug. um heilbrigðisumdæmi nr. 785/2007, I kafli, 2. gr.). En þar segir „- - að þær veiti almenna heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Með almennri heilbrigðisþjónustu er átt við heilsugæslu, þjónustu og hjúkrun á hjúkrunarheimilum og hjúkrunarrýmum stofnana og almenna sjúkrahúsþjónustu". Þetta er sú þjónusta sem Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) ber að veita íbúum Þingeyjarsýslna samkv. gildandi lögum og reglugerðum, og því til fullnustu rekur hún sex heilsugæslustöðvar (á Húsavík, Laugum, Reykjahlíð, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn), hjúkrunarheimili á Þórshöfn og almennt sjúkrahús á Húsavík. Og hvað er þá almennt sjúkrahús? Samkvæmt I.kafla laga um heilbrigðisþjónustu, grein 4:5, er almenn sjúkrahúsþjónusta þannig skilgreind: „Almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttaka, endurhæfing og nauðsynleg stoðdeildarþjónusta". Og það er nákvæmlega þessi þjónusta sem rekin er á HÞ. Það er löngu búið að leggja niður fæðingardeild og skurðdeild er nánast fyrir bí, en þar leigir einn skurðlæknir aðstöðu. Hann er ekki á launum hjá sjúkrahúsinu. Það er með endemum hvernig þetta mál hefur verið kynnt fyrir fjölmiðlum. Það er ekki annað að skilja en litlu sjúkrahúsin við heilbrigðisstofnanirnar séu hátæknisjúkrahús með sverm af sérfræðingum, nánast eins og sjúkrahúsið á Akureyri. En auðvitað er himin og haf þar á milli. Og það er hryggilegra en tárum taki að sjálfur heilbrigðisráðherrann virðist ekki betur upplýstur né heldur lykilmenn í fjárlaganefnd. Það sem þessi litlu sjúkrahús annast er fyrst og fremst almennar lyflækningar og hjúkrun við ýmsum bráðum sjúkdómum og nauðsynlegustu rannsóknir í því sambandi, umönnun og endurhæfing sjúklinga eftir aðgerðir á sérhæfðu sjúkrahúsunum, hjúkrun og önnur umönnun langlegu sjúklinga. Hvergi nokkurs staðar í heiminum veit ég dæmi þess að þessi þjónusta sé ódýrari á sérhæfðum sjúkrahúsum (secondary care hospitals) hvað þá á háskólasjúkrahúsum (tertiary care hospitals). Þvert á móti er hún margfalt dýrari á hátæknisjúkrahúsunum. Og nú virðist eiga að flytja nánast alla þjónustu litlu sjúkrahúsanna yfir á hátæknisjúkrahúsin. Bíðum við, þarf ekki að spara á Íslandi? Og á Þá að leggja niður aðhlynningarsjúkrahúsin og flytja þjónustu þeirra yfir á hátæknisjúkrahúsin? Hvað er eiginlega í gangi?, eins og fólkið segir. Enn ein tilraunin til að koma allri sjúkrahúsþjónustu undir stóru sjúkrahúsin og síðan reynt að slá ryki í augu alþingismanna og almennings og sagt að það sé verið að spara, það sé verið að leggja niður óþarfa stofnanir. Og því miður virðast sumir alþingismenn hafa látið blekkjast. Vituð þér enn - eða hvað? Gísli G Auðunsson Höfundur er læknir, sem starfað hefur í áratugi í Þingeyjarsýslum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun