Alonso tilbúinn í lokaslag um titilinn 10. nóvember 2010 17:51 Fernando Alonso hefur reynsluna til að keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 og varð meistari 2005 og 2006. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Alonso flaug beint frá Brasilíu eftir keppnina þar, en sagðist samt hafa náð einhverri hvíld í löngu flugi. Hann hefur þegar skoðað brautina í Abu Dhabi á reiðhjóli og rætt málin við Ferrari liðið á mótsstað. "Afstaða okkar hefur ekkert breyst fyrir þetta mikilvæga mót. Við verðum að gera allt fullkomlega og þá eigum við möguleika á að ná markmiðinu sem við settum okkur í upphafi tímabilsins", sagði Alonso á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso sagði að úrslitin í mótinu í Brasilíu gefi Ferrari að hafa stjórn á örlögunum. Alonso er 8 stigum á undan Mark Webber í stigamótinu, 16 stigum á undan Sebastian Vettel og 24 stigum á undan Lewis Hamilton. "Ef við náum fyrsta eða öðru sæti, þá þurfum við ekki að standa í neinum stigaútreikningum. Við getum þetta, jafnvel þó andstæðingar okkar séu sterkir. Þeirra bíll (Red Bull) hefur hentað best á allar brautir nema eina. Við eigum samt ekkert að gera ráð fyrir að tapa fyrir þeim, frekar á hinn veginn." Alonso hefur heimsótti stóran skemmtigarð sem Ferrari er búið að opna í Abu Dhabi og er tilkomumikill og í anda Ferrari að mati Alonso. "Á morgun munum við einbeita okkur fullkomlega að undirbúningi fyrir kappaksturinn. Við erum að fara í síðasta mótið á keppnistímabili sem hefur verið frábært, sama hvað gerist. Við ætlum að ljúka því á bestan mögulegan hátt og gefum allt í að ná því takmarki", sagði Alonso á ferrari.com. Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Alonso flaug beint frá Brasilíu eftir keppnina þar, en sagðist samt hafa náð einhverri hvíld í löngu flugi. Hann hefur þegar skoðað brautina í Abu Dhabi á reiðhjóli og rætt málin við Ferrari liðið á mótsstað. "Afstaða okkar hefur ekkert breyst fyrir þetta mikilvæga mót. Við verðum að gera allt fullkomlega og þá eigum við möguleika á að ná markmiðinu sem við settum okkur í upphafi tímabilsins", sagði Alonso á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso sagði að úrslitin í mótinu í Brasilíu gefi Ferrari að hafa stjórn á örlögunum. Alonso er 8 stigum á undan Mark Webber í stigamótinu, 16 stigum á undan Sebastian Vettel og 24 stigum á undan Lewis Hamilton. "Ef við náum fyrsta eða öðru sæti, þá þurfum við ekki að standa í neinum stigaútreikningum. Við getum þetta, jafnvel þó andstæðingar okkar séu sterkir. Þeirra bíll (Red Bull) hefur hentað best á allar brautir nema eina. Við eigum samt ekkert að gera ráð fyrir að tapa fyrir þeim, frekar á hinn veginn." Alonso hefur heimsótti stóran skemmtigarð sem Ferrari er búið að opna í Abu Dhabi og er tilkomumikill og í anda Ferrari að mati Alonso. "Á morgun munum við einbeita okkur fullkomlega að undirbúningi fyrir kappaksturinn. Við erum að fara í síðasta mótið á keppnistímabili sem hefur verið frábært, sama hvað gerist. Við ætlum að ljúka því á bestan mögulegan hátt og gefum allt í að ná því takmarki", sagði Alonso á ferrari.com.
Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira