Erlent

Gillard tilefnir Rudd sem utanríkisráðherra

Julia Gillard og Keven Rudd. Mynd/AFP
Julia Gillard og Keven Rudd. Mynd/AFP

Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur tilnefnt Keven Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra, sem utanríkisráðherra. Stutt er síðan hún felldi Rudd óvænt úr sæti formanns Verkamannaflokksins. Hún tók við sem forsætisráðherra í kjölfarið og boðaði strax til þingkosninga.

Verkamannaflokkurinn missti þingmeirihluta sinn í kosningunum sem fóru fram fyrir þremur vikum. Nýverið tryggði Gillard stuðning við ríkisstjórn sína á þingi með aðkomu tveggja óháðra þingmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×