Hamilton: Lokamótið stórkostlegt fyrir áhorfendur 10. nóvember 2010 12:37 Lewis Hamilton á ferð á mótssvæðinu í Abu Dhabi, en margar byggingar eru hinar skrautlegustu á svæðinu. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Fernando Alonso er 24 stigum á undan Hamilton, Mark Webber 16 stigum og Sebastian Vettel 9 stigum. Fyrir sigur fengi Hamilton 25 stig og gengi hans ræðst af því hvar keppinautarnir ljúka keppni. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. "Ég hef verið í titilslagnum tvö síðustu keppnistímabil og veit því hvaða álag fylgir því, þegar titilinn er nánst í höndum manns. Núna er þetta öðruvísi. Ég á tölfræðilega möguleika og þarf bæði að vinna og forystumaður stigamótins má ekki fá stig. Það dugir ekki einu sinni til og álagið er því minna en 2007 og 2008", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton segist þó mæta galvaskur í slaginn og það hafi sýnt sig að málin geta þróast á ýmsan hátt og síðasta mótið gæti verið óútreiknanlegt. "Ég veit það að eigin reynslu að tímabilið er ekki búið fyrr en komið er yfir endamark og ég þarf að ljúka mótinu og pressa stíft. Þetta verður stórkostlegur viðburður mót fyrir áhorfendur um heim allan", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi hefst í dagsbirtu en lýkur við sólsetur og í flóðljósum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Fernando Alonso er 24 stigum á undan Hamilton, Mark Webber 16 stigum og Sebastian Vettel 9 stigum. Fyrir sigur fengi Hamilton 25 stig og gengi hans ræðst af því hvar keppinautarnir ljúka keppni. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. "Ég hef verið í titilslagnum tvö síðustu keppnistímabil og veit því hvaða álag fylgir því, þegar titilinn er nánst í höndum manns. Núna er þetta öðruvísi. Ég á tölfræðilega möguleika og þarf bæði að vinna og forystumaður stigamótins má ekki fá stig. Það dugir ekki einu sinni til og álagið er því minna en 2007 og 2008", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton segist þó mæta galvaskur í slaginn og það hafi sýnt sig að málin geta þróast á ýmsan hátt og síðasta mótið gæti verið óútreiknanlegt. "Ég veit það að eigin reynslu að tímabilið er ekki búið fyrr en komið er yfir endamark og ég þarf að ljúka mótinu og pressa stíft. Þetta verður stórkostlegur viðburður mót fyrir áhorfendur um heim allan", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi hefst í dagsbirtu en lýkur við sólsetur og í flóðljósum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira